Innlent

Strokufanginn sat inni fyrir tilraun til manndráps

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Fanginn sem strauk af Litla-Hrauni fyrr í dag heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps. Hann réðst á stjúpmóður sína og veitti henni alvarlega áverka.



Matthías er 171 sentimetri á hæð, um 70 kílógrömm og grannvaxinn. Hann var íklæddur grárri hettupeysu, með svarta prjónahúfu á höfði, í dökkum buxum.



Vísbendingar eru um að hann hafi fengið far á Selfoss um kl. 13:30 í dag, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Það hefur hinsvegar ekki fengist staðfest og því óskar lögreglan eftir öllum upplýsingum sem tengst geta stroki hans. Sími lögreglu er 480 1010



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×