Gögn frá Langjökli sýna upphaf ísaldar 1. febrúar 2012 05:00 Rannsóknarmenn bora í Hvítárvatn í Langjökli. Mynd/Áslaug Geirdóttir Fjögur stór eldgos á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun sem olli verulegri kólnun langt fram á 19. öldina, eða í um 600 ár, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna. Þeir notuðu m.a. mælingar á Langjökli til að styðja við kenninguna. „Þetta er í fyrsta skipti sem við getum tímasett litlu ísöldina nokkuð nákvæmlega, og það er ekki síst því að þakka að við getum notað árlögin á botni Hvítárvatns,“ segir Áslaug Geirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvenær litla ísöldin hófst, og hafa margir talið að hún hafi byrjað um árið 1450. Einnig hefur verið deilt um hvers vegna hún hófst. Sumir tengja eldgosin við kólnunina, en aðrir tengja hana sólblettum. Rannsóknir íslensku og bandarísku vísindamannanna sýna að stór eldgos sem komu í kippum á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun í náttúrunni, segir Áslaug. Veðurfar á norðurhveli kólnaði verulega, meðalhitinn lækkaði um eina til tvær gráður. Þetta var kaldasta skeiðið síðustu átta þúsund ár, segir Áslaug. Eldgosin þeyttu upp miklu magni af brennisteinsögnum sem komu í veg fyrir að sólargeislar næðu til yfirborðs jarðar. Það eitt og sér dugir venjulega ekki til, segir Áslaug. Þó veður hafi kólnað í kjölfar eldgosa hafi kólnunin ekki varað lengur en í tvö til þrjú ár. Áhrifin af nokkrum stórum eldgosum urðu þau að hafís breiddist út á norðurhveli, sem hélt kuldanum lengur en eldgosin ein hefðu gert, segir Áslaug. „Þetta var orðin sjálfsviðhaldandi kólnun.“ Rannsókn á setlögum á botni Hvítárvatns við Langjökul sýndi að á tímabilinu 1275 til 1300, og aftur um árið 1450, voru setlögin óvenju þykk. Það sýnir að Langjökull var óvenju stór á þessum árum. Áslaug segir að það hafi ekki verið fyrr en niðurstöður þeirrar rannsóknar voru bornar saman við niðurstöður rannsóknar á Baffinslandi og borkjörnum frá Grænlandsjökli að í ljós hafi komið að kólnunin var ekki staðbundin heldur náði yfir allt norðurhvel jarðar. Eldgosin fjögur sem komu af stað litlu ísöldinni urðu í hitabeltinu, en lítið er vitað um gosin, segir Áslaug. Eldgos urðu á Íslandi á þeim tíma sem kólnunin hófst, og því má segja að íslensk eldfjöll hafi hjálpað til við að kæla norðurhvel jarðar, þó ekki beri þau höfuðábyrgð. brjann@frettabladid.is Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira
Fjögur stór eldgos á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun sem olli verulegri kólnun langt fram á 19. öldina, eða í um 600 ár, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna. Þeir notuðu m.a. mælingar á Langjökli til að styðja við kenninguna. „Þetta er í fyrsta skipti sem við getum tímasett litlu ísöldina nokkuð nákvæmlega, og það er ekki síst því að þakka að við getum notað árlögin á botni Hvítárvatns,“ segir Áslaug Geirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvenær litla ísöldin hófst, og hafa margir talið að hún hafi byrjað um árið 1450. Einnig hefur verið deilt um hvers vegna hún hófst. Sumir tengja eldgosin við kólnunina, en aðrir tengja hana sólblettum. Rannsóknir íslensku og bandarísku vísindamannanna sýna að stór eldgos sem komu í kippum á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun í náttúrunni, segir Áslaug. Veðurfar á norðurhveli kólnaði verulega, meðalhitinn lækkaði um eina til tvær gráður. Þetta var kaldasta skeiðið síðustu átta þúsund ár, segir Áslaug. Eldgosin þeyttu upp miklu magni af brennisteinsögnum sem komu í veg fyrir að sólargeislar næðu til yfirborðs jarðar. Það eitt og sér dugir venjulega ekki til, segir Áslaug. Þó veður hafi kólnað í kjölfar eldgosa hafi kólnunin ekki varað lengur en í tvö til þrjú ár. Áhrifin af nokkrum stórum eldgosum urðu þau að hafís breiddist út á norðurhveli, sem hélt kuldanum lengur en eldgosin ein hefðu gert, segir Áslaug. „Þetta var orðin sjálfsviðhaldandi kólnun.“ Rannsókn á setlögum á botni Hvítárvatns við Langjökul sýndi að á tímabilinu 1275 til 1300, og aftur um árið 1450, voru setlögin óvenju þykk. Það sýnir að Langjökull var óvenju stór á þessum árum. Áslaug segir að það hafi ekki verið fyrr en niðurstöður þeirrar rannsóknar voru bornar saman við niðurstöður rannsóknar á Baffinslandi og borkjörnum frá Grænlandsjökli að í ljós hafi komið að kólnunin var ekki staðbundin heldur náði yfir allt norðurhvel jarðar. Eldgosin fjögur sem komu af stað litlu ísöldinni urðu í hitabeltinu, en lítið er vitað um gosin, segir Áslaug. Eldgos urðu á Íslandi á þeim tíma sem kólnunin hófst, og því má segja að íslensk eldfjöll hafi hjálpað til við að kæla norðurhvel jarðar, þó ekki beri þau höfuðábyrgð. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira