Samstarf

Umboðssala fyrir felgur

Valdimar Sigurjónsson er stofnandi og eigandi Dekkjasölunnar. Hann bendir á heimasíðu fyrirtækisins, www.dekkjasalan.is.
Valdimar Sigurjónsson er stofnandi og eigandi Dekkjasölunnar. Hann bendir á heimasíðu fyrirtækisins, www.dekkjasalan.is.
Dekkjasalan, að Dalshrauni 16 í Hafnarfirði, býður upp á þá þjónustu að fólk sem á dekk og eða felgur getur komið með vöruna í fyrirtækið þar sem gerður er umboðssölusamningur. Dekkjasalan auglýsir svo vöruna, selur og leggur andvirðið að frádregnum sölulaunum inn á reikning viðkomandi.

Valdimar Sigurjónsson, eigandi fyrirtækisins, segir að verulega hafi komið á óvart hversu mikil þörf væri á umboðssölu fyrir felgur. "Í byrjun fór þetta rólega af stað enda aðaláherslan lögð á dekk. Þegar í ljós kom hversu mikil þörf væri á skipulögðum markaði fyrir felgur þá var ákveðið að auka við þá þjónustu og núna eru um tvö þúsund felgur á skrá hjá okkur, ásamt því að fylgihlutir eins og hjólkoppar, felgumiðjur og fleira er farið að tínast til," segir Valdimar en þess má geta að töluvert úrval er af stökum felgum sem er hugsað fyrir þá sem skemmt hafa eina úr ganginum.

"Þegar við sáum umfangið í felgunum þá gerðum við samninga við alla helstu birgja í innflutningi á dekkjum og getum boðið upp á mikið úrval af nýjum dekkjum á samkeppnishæfu verði og að sjálfsögðu er úrvalið mikið í notuðu dekkjunum. Einnig er töluvert til af dekkjum á felgum, ballanserað og klárt til undirsetningar," segir hann.

Kostirnir við að kaupa felgurnar hjá Dekkjasölunni eru að þar eru felgur yfirfarnar og gengið úr skugga um að þær séu í lagi og þær passi. Einnig er boðið upp á að fólk geti mátað og sjái þannig hvernig heildarpakkinn lítur út áður en af kaupum verður.

 "Mikið er um að fólk sé að versla sín á milli á netinu eða í smáauglýsingum með felgur. Þessi kaup eru vandasöm og geta leitt af sér mörg vandamál og aukakostnað," segir Valdimar og bendir á að til að mynda sé ekki nóg að huga eingöngu að gatadeilingu heldur geti stærð felgunnar, breidd, offset, backspace, felguboltar, miðjugat og fleira skipt lykilatriði til að felgur af einum bíl passi á annan.

 "Fyrir utan þau tæknilegu atriði sem máli skipta þá er oft ekki allt sem sýnist, felgur sem útlitslega líta vel út geta verið skakkar eða gallaðar. Komið hefur fyrir að felgur sem við höfum neitað að taka í umboðssölu vegna skekkju, dúkka síðan upp í smáauglýsingum þar sem ekki er tekið fram að þær séu gallaðar eða í raun ónýtar," segir Valdimar.

Eins og áður sagði eru allar felgur á Dekkjasölunni sem koma í umboðssölu yfirfarnar og þær sem ekki standast það nálarauga eru ekki teknar í sölu. Ef eitthvað sleppur í gegnum nálaraugað er sjö daga skilafrestur og er það aðallega hugsað þegar felgur eru sendar út á land eða eru ekki settar undir á staðnum.

Allar vörur á heimasíðunni eru staðsettar í vöruhúsi fyrirtækisins að Dalshrauni 16 í Hafnarfirði þar sem hægt er að nálgast þær ásamt því að fyrirtækið býður upp á að koma vörum til flutningsfyrirtækja til sendinga á landsbyggðina kaupendum að kostnaðarlausu.

Dekkjasalan er opin frá klukkan 8 til 18 virka daga, til klukkan 21 þriðjudaga og fimmtudaga og frá klukkan 10 til 16 laugardaga.

Sjá www.dekkjasalan.is





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×