Nýtt hús – til hvers? Sigurður Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Landspítali starfar nú á 17 stöðum í um 100 húsum og sex heilbrigðisdeildir háskólans starfa á 13 stöðum, allt frá Hofsvallagötu að Eirbergi á Landspítalalóð. Um er að ræða stærstu vinnustaði landsins. Á Landspítala vinna um 5.000 manns og við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands um 2.500 manns, þar með taldir stúdentar. Húsnæði spítalans er margt gamalt og úr sér gengið, við hann hefur verið byggt og upp á húsin tjaslað í áranna rás, stundum án mikils samræmis. Meginstarfsemin er einkum í tveimur húsum og auðvelt að sjá óhagræðið af hreppaflutningum veiks fólks húsa á milli. Flestir sjúklingar liggja á tví- eða fjórbýli. Enginn þarf að fara í grafgötur um hve óþægilegt er að þurfa að ræða vandamál sín við slíkar aðstæður við lækna, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk og ekki síst ættingja og vini. Nógu slæmt er að liggja á spítala, og ekki verður það betra í fjölmenni. Endurteknar spítalasýkingar hafa verið verulegt vandamál með ýmsum og alvarlegum afleiðingum. Ein af ástæðum þess eru fjölbýlin. Hvers virði er að losna við allt þetta fyrir veikt fólk? Tími einyrkjans í heilbrigðisþjónustu er liðinn. Henni er nú sinnt af teymum og samstarf og samvinna eru lykilorð. Samstarfið verður að vera sjálfsagt frá fyrsta ári í skóla, þannig að mikilvægi þess verði mönnum strax ljóst. Skilyrði þess er að koma nemendum heilbrigðisdeilda saman undir eitt þak. Þjónustan verður ætíð að snúast um sjúklinga. Þess vegna þarf að lækka múra milli fag- og sérgreina, það er skilyrði samstarfs. Þess vegna þarf fólk að koma saman og vinna saman að rannsóknum, kennslu og þjónustu. Tækjabúnaður er dýr og því mikið hagræði af samnýtingu. Hún fæst ekki ef starfsemin er áfram dreifð um allar koppagrundir. Þetta eru einungis nokkrar ástæður fyrir því af hverju kominn er tími á nýtt hús, núna. Að síðustu verður að minna á að sameiningu spítalanna er ekki lokið. Henni lýkur ekki fyrr en starfsemin er öll komin undir sama þak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Landspítali starfar nú á 17 stöðum í um 100 húsum og sex heilbrigðisdeildir háskólans starfa á 13 stöðum, allt frá Hofsvallagötu að Eirbergi á Landspítalalóð. Um er að ræða stærstu vinnustaði landsins. Á Landspítala vinna um 5.000 manns og við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands um 2.500 manns, þar með taldir stúdentar. Húsnæði spítalans er margt gamalt og úr sér gengið, við hann hefur verið byggt og upp á húsin tjaslað í áranna rás, stundum án mikils samræmis. Meginstarfsemin er einkum í tveimur húsum og auðvelt að sjá óhagræðið af hreppaflutningum veiks fólks húsa á milli. Flestir sjúklingar liggja á tví- eða fjórbýli. Enginn þarf að fara í grafgötur um hve óþægilegt er að þurfa að ræða vandamál sín við slíkar aðstæður við lækna, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk og ekki síst ættingja og vini. Nógu slæmt er að liggja á spítala, og ekki verður það betra í fjölmenni. Endurteknar spítalasýkingar hafa verið verulegt vandamál með ýmsum og alvarlegum afleiðingum. Ein af ástæðum þess eru fjölbýlin. Hvers virði er að losna við allt þetta fyrir veikt fólk? Tími einyrkjans í heilbrigðisþjónustu er liðinn. Henni er nú sinnt af teymum og samstarf og samvinna eru lykilorð. Samstarfið verður að vera sjálfsagt frá fyrsta ári í skóla, þannig að mikilvægi þess verði mönnum strax ljóst. Skilyrði þess er að koma nemendum heilbrigðisdeilda saman undir eitt þak. Þjónustan verður ætíð að snúast um sjúklinga. Þess vegna þarf að lækka múra milli fag- og sérgreina, það er skilyrði samstarfs. Þess vegna þarf fólk að koma saman og vinna saman að rannsóknum, kennslu og þjónustu. Tækjabúnaður er dýr og því mikið hagræði af samnýtingu. Hún fæst ekki ef starfsemin er áfram dreifð um allar koppagrundir. Þetta eru einungis nokkrar ástæður fyrir því af hverju kominn er tími á nýtt hús, núna. Að síðustu verður að minna á að sameiningu spítalanna er ekki lokið. Henni lýkur ekki fyrr en starfsemin er öll komin undir sama þak.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar