Lífið

Ánægja með myndband við Eurovision-lagið

Tinna Rós Steinsdóttir skrifar
Vodafone og Hátækni gáfu Gretu, Jónsa og föruneyti þeirra splunkunýja Nokia Lumia 800 farsíma til að taka með sér til Baku.
Vodafone og Hátækni gáfu Gretu, Jónsa og föruneyti þeirra splunkunýja Nokia Lumia 800 farsíma til að taka með sér til Baku. Vísir/Anton Brink
Myndbandið við framlag Íslands í Eurovision var frumsýnt í gær. Enskur texti hefur verið saminn við lagið og myndbandið leggst vel í aðdáendur keppninnar.

„Mér leist rosalega vel á þetta og held að þetta verði bara betra og betra með hverju áhorfi. Þetta kom merkilega vel út svona á ensku," segir Eyrún Ellý Valsdóttir formaður Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES, um myndband og enskan texta framlags okkar til keppninnar í ár, Never Forget.

Hannes Þór Halldórsson hjá Saga Film leikstýrði myndbandinu. Hann sagði hafa verið gaman að vinna með slíku fagfólki sem Jónsi, Greta og aðrir sem að laginu koma eru. Hann sagði tökur hafa gengið vel þó aðstæður hefðu oft verið erfiðar.

Greta Salóme sagði hafa tárast þegar hún sá myndbandið í fyrsta skipti. Þau Jónsi voru sammála um það að það væri ómetanlegt að finna fyrir stuðningi fólks í kringum lagið.

Vodafone sló upp frumsýningarteiti í verslun sinni í Skútuvogi í gær, þar sem myndbandið var frumsýnt. Almenn ánægja var með útkomuna meðal viðstaddra og mátti sjá gæsahúð á mörgum handleggjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×