Betri aðbúnaður sjúklinga í augsýn Kristín Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2012 06:00 Fyrirhuguð endurnýjun Landspítala við Hringbraut snýst fyrst og fremst um bætta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi eflist mjög við flutning í nýtt húsnæði á nýjum spítala. Þar munu gjörgæsludeildir í Fossvogi og Hringbraut sameinast á einum stað, sem hefur í för með sér ýmsa kosti og hagræðingu. Á gjörgæsludeildinni í Fossvogi eru mikið veikir einstaklingar frá öllu landinu. Þetta er fólk sem lent hefur í alvarlegum slysum, gengist undir stórar aðgerðir eða mikið veikt fólk sem þarf stöðugrar gæslu við. Á deildinni vinnur öflugur hópur starfsmanna gott starf og sinnir sjúklingum af kostgæfni og fagmennsku. Mikil þrengsli og skortur á viðunandi aðstöðu fyrir sjúklinga eru staðreynd á gjörgæsludeildinni. Oft þurfa allt að sex gjörgæslusjúklingar að deila herbergi/sal, en æskilegt væri að þeir hefðu einbýli eða möguleika á að skilja á milli rúmstæða. Það kemur m.a. til af sýkingarhættu, en við og við hafa komið upp sýkingar á spítalanum sem reynst geta hættulegar. Rannsóknir hafa sýnt að með einbýlum er hægt að minnka sýkingartíðni umtalsvert. Aðbúnaður fyrir aðstandendur á gjörgæsludeildinni er ófullnægjandi. Í þessu sambandi má nefna að margir þeirra sjúklinga sem koma á gjörgæsludeild í Fossvogi eru börn og ungt fólk. Foreldrar barna og aðrir aðstandendur eru oft undir miklu andlegu álagi og skiptir því miklu að hafa næði og gott rými á staðnum. Þar er hins vegar einungis eitt aðstandendaherbergi. Reynt hefur verið að koma til móts við fólk með því að setja upp skilrúm inni í herberginu þegar aðstandendur fleiri en eins sjúklings eru á gjörgæsludeild á sama tíma, en sú staða kemur daglega upp. Gert er ráð fyrir að með nýbyggingum Landspítala á einum stað batni aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur til mikilla muna. Það tengist ekki síst því að þar verða einbýli fyrir alla sjúklinga. Á einbýlum geta sjúklingar notið friðhelgi einkalífs, sem ekki er hægt að bjóða öllum sjúklingum upp á eins og staðan er í dag. Aukið rými skapast fyrir aðstandendur sem auðveldar þeim að dveljast nærri sínum nánustu. Fleiri mikilvæga þætti má nefna. Undanfarin ár hefur orðið mikil þróun í tækjum sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Það veitir okkur tækifæri á að bæta þjónustu við sjúklinga. Ný tæki sem auka möguleika á bættri meðferð mikið veikra sjúklinga á gjörgæslu taka mikið rými. Vegna þrengsla á deildinni nær hún ekki að uppfylla alþjóðlega meðferðarstaðla, sem m.a. gera ráð fyrir því að læknar og hjúkrunarfólk hafi sem best aðgengi að sjúklingnum. Á þessu verður bót með nýjum spítala. Að lokum skal nefnt að aðstaða starfsfólks batnar verulega á nýjum spítala og aukin hagkvæmni næst fram. Með sameiningu gjörgæsludeilda í Fossvogi og við Hringbraut á einum stað fæst betri yfirsýn og hægt er að samnýta starfsfólk og tæki betur. Með sameiningu kynnist starfsfólk fleiri sviðum gjörgæslustarfseminnar, sem bætir fagþekkingu og gerir starfið fjölbreyttara og eftirsóknarverðara. Brýnt er og tímabært að sameina starfsemi gjörgæsludeildanna á einum stað. Með nýjum spítala fást miklar umbætur fyrir þann hóp sem starfsemi spítala snýst um, en það eru sjúklingar þessa lands. Berum hag þeirra fyrir brjósti með því að tryggja öryggi og gæði þeirrar þjónustu sem þeir eiga rétt á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirhuguð endurnýjun Landspítala við Hringbraut snýst fyrst og fremst um bætta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi eflist mjög við flutning í nýtt húsnæði á nýjum spítala. Þar munu gjörgæsludeildir í Fossvogi og Hringbraut sameinast á einum stað, sem hefur í för með sér ýmsa kosti og hagræðingu. Á gjörgæsludeildinni í Fossvogi eru mikið veikir einstaklingar frá öllu landinu. Þetta er fólk sem lent hefur í alvarlegum slysum, gengist undir stórar aðgerðir eða mikið veikt fólk sem þarf stöðugrar gæslu við. Á deildinni vinnur öflugur hópur starfsmanna gott starf og sinnir sjúklingum af kostgæfni og fagmennsku. Mikil þrengsli og skortur á viðunandi aðstöðu fyrir sjúklinga eru staðreynd á gjörgæsludeildinni. Oft þurfa allt að sex gjörgæslusjúklingar að deila herbergi/sal, en æskilegt væri að þeir hefðu einbýli eða möguleika á að skilja á milli rúmstæða. Það kemur m.a. til af sýkingarhættu, en við og við hafa komið upp sýkingar á spítalanum sem reynst geta hættulegar. Rannsóknir hafa sýnt að með einbýlum er hægt að minnka sýkingartíðni umtalsvert. Aðbúnaður fyrir aðstandendur á gjörgæsludeildinni er ófullnægjandi. Í þessu sambandi má nefna að margir þeirra sjúklinga sem koma á gjörgæsludeild í Fossvogi eru börn og ungt fólk. Foreldrar barna og aðrir aðstandendur eru oft undir miklu andlegu álagi og skiptir því miklu að hafa næði og gott rými á staðnum. Þar er hins vegar einungis eitt aðstandendaherbergi. Reynt hefur verið að koma til móts við fólk með því að setja upp skilrúm inni í herberginu þegar aðstandendur fleiri en eins sjúklings eru á gjörgæsludeild á sama tíma, en sú staða kemur daglega upp. Gert er ráð fyrir að með nýbyggingum Landspítala á einum stað batni aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur til mikilla muna. Það tengist ekki síst því að þar verða einbýli fyrir alla sjúklinga. Á einbýlum geta sjúklingar notið friðhelgi einkalífs, sem ekki er hægt að bjóða öllum sjúklingum upp á eins og staðan er í dag. Aukið rými skapast fyrir aðstandendur sem auðveldar þeim að dveljast nærri sínum nánustu. Fleiri mikilvæga þætti má nefna. Undanfarin ár hefur orðið mikil þróun í tækjum sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Það veitir okkur tækifæri á að bæta þjónustu við sjúklinga. Ný tæki sem auka möguleika á bættri meðferð mikið veikra sjúklinga á gjörgæslu taka mikið rými. Vegna þrengsla á deildinni nær hún ekki að uppfylla alþjóðlega meðferðarstaðla, sem m.a. gera ráð fyrir því að læknar og hjúkrunarfólk hafi sem best aðgengi að sjúklingnum. Á þessu verður bót með nýjum spítala. Að lokum skal nefnt að aðstaða starfsfólks batnar verulega á nýjum spítala og aukin hagkvæmni næst fram. Með sameiningu gjörgæsludeilda í Fossvogi og við Hringbraut á einum stað fæst betri yfirsýn og hægt er að samnýta starfsfólk og tæki betur. Með sameiningu kynnist starfsfólk fleiri sviðum gjörgæslustarfseminnar, sem bætir fagþekkingu og gerir starfið fjölbreyttara og eftirsóknarverðara. Brýnt er og tímabært að sameina starfsemi gjörgæsludeildanna á einum stað. Með nýjum spítala fást miklar umbætur fyrir þann hóp sem starfsemi spítala snýst um, en það eru sjúklingar þessa lands. Berum hag þeirra fyrir brjósti með því að tryggja öryggi og gæði þeirrar þjónustu sem þeir eiga rétt á.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar