Innlent

Færri ráðnir án auglýsinga

steingrímur j. sigfússon
steingrímur j. sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir mjög hafa dregið úr ráðningum án auglýsinga hjá ríkinu. Fréttablaðið greindi frá bréfi Umboðsmanns Alþingis, þar sem hann hvatti til að slíkum ráðningum yrði fækkað og sagði það myndu efla traust á ríkisvaldinu.

„Það verður að viðurkennast að það kom tímabil þar sem aðstæður voru þannig að menn urðu að grípa til slíkra ráðninga, af óviðráðanlegum aðstæðum, í tengslum við hrunið og upp úr því. Það hefur hins vegar snardregið úr þessu aftur," segir Steingrímur.

Hann segir mikilvægt að hafa í heiðri reglur um auglýsingu starfa. „Um leið og menn eru komnir í jafnvægisaðstæður er engin afsökun fyrir hinu."- kóp



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×