Erlent

Laus úr fangelsi en fer í klaustur

Marc dutroux
Marc dutroux
Michelle Martin, eiginkona belgíska barnaníðingsins og barnamorðingjans Marc Dutroux, verður látin laus eftir að hafa afplánað tæpan helming af þrjátíu ára fangelsisdómi.

Dómstóll samþykkti að leyfa henni að ganga í Claresse-klaustrið í Malonne og losna þar með úr fangelsinu. Hún var á sínum tíma talin samsek eiginmanni sínum, alræmdasta glæpamanni landsins. Meðal annars hafi hún borið ábyrgð á því að tvö börn sultu til bana.

Dómstóllinn hafnaði mótmælum frá ættingjum fórnarlamba þeirra hjóna. Ekki er vitað hvenær Martin fer í klaustrið.- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×