Erlent

Gagnrýna dóm yfir Pussy Riot

Pussy riot Fengu tveggja ára fangelsi. nordicphotos/AFP
Pussy riot Fengu tveggja ára fangelsi. nordicphotos/AFP

Mannréttindaráð Rússlands gagnrýnir dóminn yfir þremur konum úr pönkhljómsveitinni Pussy Riot, sem fengu tveggja ára fangelsi fyrir að efna til mótmæla gegn Vladimír Pútín forseta í helstu kirkju landsins.

Ráðið, sem er skipað af forseta landsins, segir það gagnrýnivert að almenn hegningarlög hafi verið notuð til að dæma háttsemi sem einungis fellur undir stjórnsýslulög. Þá spyr ráðið hvers vegna tvær kvennanna hafi ekki fengið skilorðsbundna dóma á þeirri forsendu að þær séu báðar mæður ungra barna. Úrskurðir ráðsins eru einungis ráðgefandi. - gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×