Innlent

Óttast þróun á starfsaðstæðum

á landspítala Hjúkrunarráð LSH telur gömul tæki ógnun við meðferð og öryggi sjúklinga.fréttablaðið/vilhelm
á landspítala Hjúkrunarráð LSH telur gömul tæki ógnun við meðferð og öryggi sjúklinga.fréttablaðið/vilhelm
Hjúkrunarráð Landspítala segir að niðurskurður á spítalanum undanfarin ár hafi haft mikil áhrif á starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og hafi dregið úr tækifærum þeirra til að vinna að verkefnum sem tengjast faglegum verkefnum.

Hjúkrunarráð Landspítala mótmælir þessari þróun, eins og kemur fram í aðalfundarályktun ráðsins.

„Það er nauðsynlegt að gert sé ráð fyrir því í mönnunarmódeli á háskólasjúkrahúsi að hjúkrunarfræðingar hafi svigrúm til að sinna kennslu og faglegri verkefnavinnu," segir þar.

Í skýrslu stjórnar og nefnda hjúkrunarráðs kemur fram að hvatt er til þess að nauðsynleg endurnýjun á tækjabúnaði spítalans fari fram. Gömul og úr sér gengin tæki á háskólasjúkrahúsi séu ógnun við meðferð og öryggi sjúklinga.

Í skýrslunni kemur fram að mikil óánægja sé meðal hjúkrunarfræðinga á spítalanum með launakjör og mikið vinnuálag. Stjórn hjúkrunarráðs hefur áhyggjur af þessari óánægju og að ástæða sé til að ætla að óánægjan valdi því að los komi á hjúkrunarfræðinga og að þeir ráði sig annað. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×