Nýr Landspítali 14. desember 2012 06:00 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær skipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut. Ekkert skipulagsmál hefur fengið viðlíka umfjöllun, greiningu og kynningu á vettvangi borgarinnar. Borgarfulltrúar hafa kynnt sér málið afar vel út frá borgarskipulaginu, þróun heilbrigðisþjónustu, samgöngu- og umferðarmálum, hagsmunum borgarinnar og vitanlega landsins alls. Bygging nýs Landspítala er risavaxið mál sem hlaut að verða umdeilt. Fjöldi athugasemda barst frá borgarbúum vegna skipulagsins. Þær lutu einkum að byggingarstað, umferðarmálum og byggingarmagni. Farið var vandlega yfir þær allar og þeim svarað ítarlega. Útfærsla skipulags hefur tekið mikilvægum breytingum á þeim tíma sem málið hefur verið til meðferðar hjá borgaryfirvöldum. Helgunarsvæði spítalans var minnkað verulega og Einarsgarði hlíft. Farið var í ítarlega úttekt á umferðarmálum og lagðar fram áætlanir sem eiga að koma í veg fyrir að bílaumferð aukist að ráði. Reykjavík hefur undanfarna áratugi byggst upp sem mikil bílaborg. Við viljum vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að vistvænni borg þar sem margvíslegir samgöngumátar eru jafn réttháir. Hvað varðar staðsetningu spítalans sýna endurteknar athuganir og úttektir að hagkvæmast er að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut þar sem gamli Landspítalinn er. Hringbrautarlóðin liggur auk þess betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferð í borginni. Það á jafnt við umferð bíla, strætisvagna, hjólandi vegfarenda og fótgangandi.Þjóðarsjúkrahús Við teljum það mikið hagsmunamál fyrir Reykvíkinga, og landsmenn alla, að bygging nýs Landspítala verði að veruleika. Í meðferðarkjarna spítalans er gert ráð fyrir 180 legurúmum, öllum í sérbýli. Við hönnun spítalans er lögð mikil áhersla á vellíðan sjúklinga og að aðstaða fyrir aðstandendur og starfsfólk verði sem allra best. Að auki verður byggt sjúkrahótel norðan við núverandi barnadeild og kvennadeild með 77 einstaklings- og fjölskylduherbergjum. Þau munu fyrst og fremst nýtast fólki sem þarf heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Einnig þar verður lögð áhersla á heimilislegt og hlýlegt umhverfi. Meðal frændþjóða okkar eru sjúkrahótel orðinn nauðsynlegur hluti nútímaspítalastarfsemi. Við teljum það nauðsynlegt fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi að sameiningu spítalanna tveggja í Fossvogi og við Hringbraut verði fylgt eftir með því að starfsemin verði á sama stað. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að við breytingarnar skapist betri aðstaða fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk, meira rými fyrir nauðsynlegan tækjabúnað, sterkari tengsl við heilbrigðisvísindasvið háskólans og tækifæri til betri nýtingar almannafjár. Við teljum að Landspítalinn verði sannkallað þjóðarsjúkrahús og sem slíkt stolt höfuðborgarinnar. Við óskum framkvæmdaaðilum velfarnaðar á komandi misserum og óskum eftir góðu samstarfi á uppbyggingartímanum. Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson, Elsa Yeoman, Oddný Sturludóttir, Einar Örn Benediktsson, Óttarr Proppé, Björk Vilhelmsdóttir, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir, Páll Hjalti Hjaltason og Hjálmar Sveinsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær skipulag fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut. Ekkert skipulagsmál hefur fengið viðlíka umfjöllun, greiningu og kynningu á vettvangi borgarinnar. Borgarfulltrúar hafa kynnt sér málið afar vel út frá borgarskipulaginu, þróun heilbrigðisþjónustu, samgöngu- og umferðarmálum, hagsmunum borgarinnar og vitanlega landsins alls. Bygging nýs Landspítala er risavaxið mál sem hlaut að verða umdeilt. Fjöldi athugasemda barst frá borgarbúum vegna skipulagsins. Þær lutu einkum að byggingarstað, umferðarmálum og byggingarmagni. Farið var vandlega yfir þær allar og þeim svarað ítarlega. Útfærsla skipulags hefur tekið mikilvægum breytingum á þeim tíma sem málið hefur verið til meðferðar hjá borgaryfirvöldum. Helgunarsvæði spítalans var minnkað verulega og Einarsgarði hlíft. Farið var í ítarlega úttekt á umferðarmálum og lagðar fram áætlanir sem eiga að koma í veg fyrir að bílaumferð aukist að ráði. Reykjavík hefur undanfarna áratugi byggst upp sem mikil bílaborg. Við viljum vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að vistvænni borg þar sem margvíslegir samgöngumátar eru jafn réttháir. Hvað varðar staðsetningu spítalans sýna endurteknar athuganir og úttektir að hagkvæmast er að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut þar sem gamli Landspítalinn er. Hringbrautarlóðin liggur auk þess betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferð í borginni. Það á jafnt við umferð bíla, strætisvagna, hjólandi vegfarenda og fótgangandi.Þjóðarsjúkrahús Við teljum það mikið hagsmunamál fyrir Reykvíkinga, og landsmenn alla, að bygging nýs Landspítala verði að veruleika. Í meðferðarkjarna spítalans er gert ráð fyrir 180 legurúmum, öllum í sérbýli. Við hönnun spítalans er lögð mikil áhersla á vellíðan sjúklinga og að aðstaða fyrir aðstandendur og starfsfólk verði sem allra best. Að auki verður byggt sjúkrahótel norðan við núverandi barnadeild og kvennadeild með 77 einstaklings- og fjölskylduherbergjum. Þau munu fyrst og fremst nýtast fólki sem þarf heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Einnig þar verður lögð áhersla á heimilislegt og hlýlegt umhverfi. Meðal frændþjóða okkar eru sjúkrahótel orðinn nauðsynlegur hluti nútímaspítalastarfsemi. Við teljum það nauðsynlegt fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi að sameiningu spítalanna tveggja í Fossvogi og við Hringbraut verði fylgt eftir með því að starfsemin verði á sama stað. Færð hafa verið sannfærandi rök fyrir því að við breytingarnar skapist betri aðstaða fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk, meira rými fyrir nauðsynlegan tækjabúnað, sterkari tengsl við heilbrigðisvísindasvið háskólans og tækifæri til betri nýtingar almannafjár. Við teljum að Landspítalinn verði sannkallað þjóðarsjúkrahús og sem slíkt stolt höfuðborgarinnar. Við óskum framkvæmdaaðilum velfarnaðar á komandi misserum og óskum eftir góðu samstarfi á uppbyggingartímanum. Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson, Elsa Yeoman, Oddný Sturludóttir, Einar Örn Benediktsson, Óttarr Proppé, Björk Vilhelmsdóttir, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir, Páll Hjalti Hjaltason og Hjálmar Sveinsson.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar