Lögðu grunn að kvótakerfinu 2. janúar 2012 22:30 Haukur Halldórsson var meðal þeirra sem gáfu Útvegsspilið út á sínum tíma. Fréttablaðið/Valli Einn af fylgifiskum jólanna ár hvert er útgáfa ýmiss konar borðspila. Mikill fjöldi nýrra spila og endurútgáfna hefur komið fram síðustu ár og hafa mörg hver vakið mikla lukku. Fá hafa þó náð sama staðli og Útvegsspilið, sem var sannarlega brautryðjandi á þessu sviði. Ekki var það síst fyrir einstaklega vandaða hönnun og útlit sem spilið vakti athygli. Borðið sýndi Íslandsmið þar sem skipin sigldu til fiskjar. Mismikill afli fékkst á reitunum og auk þess gátu spilarar lent í Landhelgisgæslunni eða „dottið í lukkupottinn". Haukur Halldórsson, myndlistarmaður og hönnuður, er einn af frumkvöðlunum bak við Útvegsspilið. Hann segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann rak teikni- og auglýsingastofu í Kassagerð Reykjavíkur. Kynntu ráðherra fyrir kvótakerfinu„Við gerðum þar mikið af umbúðum fyrir fisk. Einhvern tíma á góðri stundu förum við að ræða það ég og Tómas [Tómasson, félaga sinn] hvort við eigum ekki að búa til svona „ræningjaspil" því að við vorum búnir að sjá það að það var fullt af ræningjum í sölu á fiski hér á landi og hafði alltaf verið." Jón Jónsson var þriðji maðurinn í upprunalega útgefandahópnum. Haukur segir að í þeirri vinnu hafi myndast nokkurs konar kvótakerfi þar sem hvert skip gat aðeins veitt tiltekið magn af fiski. „Svo var það þegar við vorum að kynna spilið að við buðum Matthíasi Bjarnasyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, um borð í varðskipið Þór. Þar spiluðum við Útvegsspilið og sögðum honum að hann þyrfti að kaupa sér kvóta til að komast á sjó. Þá sagði Matti: „Nei, þetta er sniðugt!" Þannig að kvótakerfið sem síðar varð mátti rekja til okkar!" segir Haukur og hlær dátt. Stórhuga mennEkki er ofsagt að verkefnið hafi verið krefjandi og áhættusamt, en félagarnir þrír létu slag standa. „Við vissum að við værum að taka mikla áhættu með því að láta prenta fyrir okkur 11.000 spil, sérstaklega á þessu landi og á þessum tíma, en við vorum enda stórhuga menn! Við prentuðum spilið í Kassagerðinni, sem studdi okkur mikið og hún á heiður skilinn fyrir það. Svo nutum við þess auðvitað að vera þar innanhúss því að við gátum gert endalausar tilraunir með prentun á spilinu. Það var nokkuð sem enginn annar gat gert þá." Haukur bætir þó við að útkoman hafi líka verið ótrúleg. „Þegar ég hugsa til baka, þá sprettur fram á mér svitinn. Hvernig í andskotanum datt okkur þetta í hug?" segir hann hlæjandi. Ótrúlegar viðtökurViðtökurnar ollu hins vegar engum vonbrigðum þar sem spilið var rifið út úr búðunum fyrir jólin. Þúsundir eintaka seldust og næstum hvert einasta mannsbarn á Íslandi prófaði sig áfram í sjávarútvegsbransanum. „Þetta var nú ekkert smáræði og kom okkur gjörsamlega í opna skjöldu. Okkur datt auðvitað í hug að þetta yrði vinsælt og við gerðum okkur vonir um að fá kostnaðinn til baka með því að selja um tvö þúsund eintök. En það gekk nú á ýmsu. Til dæmis hefur lengi verið venja hjá bóksölum og stórverslunum hér á landi að þeir fá vöru inn á gólf til sín sem þeir selja, og svo borga þeir til baka þegar þeim hentar. Við stóðum fljótlega frammi fyrir því, án þess að ég nefni nokkur nöfn, að nokkrar stórar verslanir voru með hótanir um að kaupa ekki af okkur spilin ef þær þurftu að borga vöruna fyrirfram. Við sögðumst þá bara myndum selja spilin annars staðar. Svo kom fljótlega í ljós að kúnnarnir þeirra furðuðu sig á því og skömmuðust yfir að Útvegsspilið væri ekki til hjá þeim. Þá var hringt í okkur. Þá stóðum við réttum megin við borðið og gátum sett þeim stólinn fyrir dyrnar." Haukur segist hafa heyrt mikið frá fólki sem spilaði spilið og það var einstaklega vinsælt á sínum tíma. „Það eru margar góðar sögur af Útvegsspilinu. Ég man til dæmis eftir stórútgerðarmanni sem ég þekki frá Grindavík. Hann var búinn að leggja borðstofuna undir Útvegsspilið þar sem sjóararnir sátu og spiluðu í landlegunni. Svo þegar þeir fóru aftur út á sjó, settu þeir stórt skilti á borðið sem stóð á: „Ekki hreyfa!"" Ófáanlegt í áraraðirVinsældirnar voru með slíkum ólíkindum að spilið hefur ekki verið fáanlegt í mörg ár og þeirra eintaka sem enn eru til er gætt eins og mestu gersema. „Ég á ennþá eitt eintak, merkilegt nokk. Ég hélt tíu spilum eftir fyrir sjálfan mig á sínum tíma, en ég fékk engan frið með þau. Þótt ég hækkaði verðið um helming var ég alveg jafn umsetinn. En ég stakk einu undan og það er það eina sem ég á í dag." Útvegsspilið var ekki síðasta verk Hauks og félaga í spilabransanum þar sem þeir gáfu ári síðar út Rallýspilið og enn síðar Spilið um dýrin mín sem fjallaði um íslensku húsdýrin. „Þetta var mikið ævintýri á þessum tíma," segir Haukur og það virðist ekki orðum aukið hjá honum. Er tilbúinn í endurútgáfuNú eru liðin 34 ár síðan spilið kom út og það hefur verið ófáanlegt í búðum um langt árabil. Haukur segir lengi hafa blundað í sér að gefa spilið út að nýju þótt hann helgi myndlist og ýmiss konar handverki tíma sinn í dag. „Ég hef farið yfir spilið aftur og er að velta því fyrir mér að gefa það út aftur. Ég fékk heilmikið af ábendingum á sínum tíma, enda voru allir Íslendingar að spila spilið og bentu mér á margt sem mætti betur fara. En þetta er nú allt spurning um peninga. Ég veit hvað kostar að gera spilið og endurhanna það og nú er spurningin hvort LÍÚ-menn séu tilbúnir með peninga í verkefnið. Þá skal ég hjálpa þeim að halda við þessum rugl-rétti sem þeir halda sig eiga. Það er allt falt fyrir rétt verð," segir Haukur og hlær dátt. Að öllu gamni slepptu er Hauki þó full alvara með því að gefa spilið út að nýju, og það verður fróðlegt að sjá hvort einhverjir spilaáhugamenn séu tilbúnir til að taka þátt í endurreisn Útvegsspilsins. „Þá er ég til," segir Haukur og það er líklegra en ekki að margir bíði í ofvæni. Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Einn af fylgifiskum jólanna ár hvert er útgáfa ýmiss konar borðspila. Mikill fjöldi nýrra spila og endurútgáfna hefur komið fram síðustu ár og hafa mörg hver vakið mikla lukku. Fá hafa þó náð sama staðli og Útvegsspilið, sem var sannarlega brautryðjandi á þessu sviði. Ekki var það síst fyrir einstaklega vandaða hönnun og útlit sem spilið vakti athygli. Borðið sýndi Íslandsmið þar sem skipin sigldu til fiskjar. Mismikill afli fékkst á reitunum og auk þess gátu spilarar lent í Landhelgisgæslunni eða „dottið í lukkupottinn". Haukur Halldórsson, myndlistarmaður og hönnuður, er einn af frumkvöðlunum bak við Útvegsspilið. Hann segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann rak teikni- og auglýsingastofu í Kassagerð Reykjavíkur. Kynntu ráðherra fyrir kvótakerfinu„Við gerðum þar mikið af umbúðum fyrir fisk. Einhvern tíma á góðri stundu förum við að ræða það ég og Tómas [Tómasson, félaga sinn] hvort við eigum ekki að búa til svona „ræningjaspil" því að við vorum búnir að sjá það að það var fullt af ræningjum í sölu á fiski hér á landi og hafði alltaf verið." Jón Jónsson var þriðji maðurinn í upprunalega útgefandahópnum. Haukur segir að í þeirri vinnu hafi myndast nokkurs konar kvótakerfi þar sem hvert skip gat aðeins veitt tiltekið magn af fiski. „Svo var það þegar við vorum að kynna spilið að við buðum Matthíasi Bjarnasyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, um borð í varðskipið Þór. Þar spiluðum við Útvegsspilið og sögðum honum að hann þyrfti að kaupa sér kvóta til að komast á sjó. Þá sagði Matti: „Nei, þetta er sniðugt!" Þannig að kvótakerfið sem síðar varð mátti rekja til okkar!" segir Haukur og hlær dátt. Stórhuga mennEkki er ofsagt að verkefnið hafi verið krefjandi og áhættusamt, en félagarnir þrír létu slag standa. „Við vissum að við værum að taka mikla áhættu með því að láta prenta fyrir okkur 11.000 spil, sérstaklega á þessu landi og á þessum tíma, en við vorum enda stórhuga menn! Við prentuðum spilið í Kassagerðinni, sem studdi okkur mikið og hún á heiður skilinn fyrir það. Svo nutum við þess auðvitað að vera þar innanhúss því að við gátum gert endalausar tilraunir með prentun á spilinu. Það var nokkuð sem enginn annar gat gert þá." Haukur bætir þó við að útkoman hafi líka verið ótrúleg. „Þegar ég hugsa til baka, þá sprettur fram á mér svitinn. Hvernig í andskotanum datt okkur þetta í hug?" segir hann hlæjandi. Ótrúlegar viðtökurViðtökurnar ollu hins vegar engum vonbrigðum þar sem spilið var rifið út úr búðunum fyrir jólin. Þúsundir eintaka seldust og næstum hvert einasta mannsbarn á Íslandi prófaði sig áfram í sjávarútvegsbransanum. „Þetta var nú ekkert smáræði og kom okkur gjörsamlega í opna skjöldu. Okkur datt auðvitað í hug að þetta yrði vinsælt og við gerðum okkur vonir um að fá kostnaðinn til baka með því að selja um tvö þúsund eintök. En það gekk nú á ýmsu. Til dæmis hefur lengi verið venja hjá bóksölum og stórverslunum hér á landi að þeir fá vöru inn á gólf til sín sem þeir selja, og svo borga þeir til baka þegar þeim hentar. Við stóðum fljótlega frammi fyrir því, án þess að ég nefni nokkur nöfn, að nokkrar stórar verslanir voru með hótanir um að kaupa ekki af okkur spilin ef þær þurftu að borga vöruna fyrirfram. Við sögðumst þá bara myndum selja spilin annars staðar. Svo kom fljótlega í ljós að kúnnarnir þeirra furðuðu sig á því og skömmuðust yfir að Útvegsspilið væri ekki til hjá þeim. Þá var hringt í okkur. Þá stóðum við réttum megin við borðið og gátum sett þeim stólinn fyrir dyrnar." Haukur segist hafa heyrt mikið frá fólki sem spilaði spilið og það var einstaklega vinsælt á sínum tíma. „Það eru margar góðar sögur af Útvegsspilinu. Ég man til dæmis eftir stórútgerðarmanni sem ég þekki frá Grindavík. Hann var búinn að leggja borðstofuna undir Útvegsspilið þar sem sjóararnir sátu og spiluðu í landlegunni. Svo þegar þeir fóru aftur út á sjó, settu þeir stórt skilti á borðið sem stóð á: „Ekki hreyfa!"" Ófáanlegt í áraraðirVinsældirnar voru með slíkum ólíkindum að spilið hefur ekki verið fáanlegt í mörg ár og þeirra eintaka sem enn eru til er gætt eins og mestu gersema. „Ég á ennþá eitt eintak, merkilegt nokk. Ég hélt tíu spilum eftir fyrir sjálfan mig á sínum tíma, en ég fékk engan frið með þau. Þótt ég hækkaði verðið um helming var ég alveg jafn umsetinn. En ég stakk einu undan og það er það eina sem ég á í dag." Útvegsspilið var ekki síðasta verk Hauks og félaga í spilabransanum þar sem þeir gáfu ári síðar út Rallýspilið og enn síðar Spilið um dýrin mín sem fjallaði um íslensku húsdýrin. „Þetta var mikið ævintýri á þessum tíma," segir Haukur og það virðist ekki orðum aukið hjá honum. Er tilbúinn í endurútgáfuNú eru liðin 34 ár síðan spilið kom út og það hefur verið ófáanlegt í búðum um langt árabil. Haukur segir lengi hafa blundað í sér að gefa spilið út að nýju þótt hann helgi myndlist og ýmiss konar handverki tíma sinn í dag. „Ég hef farið yfir spilið aftur og er að velta því fyrir mér að gefa það út aftur. Ég fékk heilmikið af ábendingum á sínum tíma, enda voru allir Íslendingar að spila spilið og bentu mér á margt sem mætti betur fara. En þetta er nú allt spurning um peninga. Ég veit hvað kostar að gera spilið og endurhanna það og nú er spurningin hvort LÍÚ-menn séu tilbúnir með peninga í verkefnið. Þá skal ég hjálpa þeim að halda við þessum rugl-rétti sem þeir halda sig eiga. Það er allt falt fyrir rétt verð," segir Haukur og hlær dátt. Að öllu gamni slepptu er Hauki þó full alvara með því að gefa spilið út að nýju, og það verður fróðlegt að sjá hvort einhverjir spilaáhugamenn séu tilbúnir til að taka þátt í endurreisn Útvegsspilsins. „Þá er ég til," segir Haukur og það er líklegra en ekki að margir bíði í ofvæni.
Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira