"Ekki slást við svín í svínastíunni“ 17. febrúar 2013 16:04 „Ég læt ekki áróðursbull og vitleysu stoppa mig. Það er eins gott að hætta þessu bara ef menn hrekjast undan hælbítum með lélegan málstað. Það kemur bara ekki til greina." Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar spurði þáttastjórnandi hvort að umræðan um tengsl Bjarna við viðskiptalífið hafi haft neikvæð áhrif á hann sem formann og um leið á fylgi Sjálfstæðisflokkinn. „Það getur vel verið," svaraði Bjarni. „Þetta er tilraun andstæðinga minna - og sérstaklega þeirra sem vilja hnekkja á Sjálfstæðisflokknum - til að finna mál sem draga athygli frá stóru málunum. Þeir sem vilja tala um þetta þora ekki í málefnalega umræðu um hin stóru mál stjórnmálanna." Bjarni ítrekaði að hann hefði aldrei setið í stjórn Vafnings og að hann hefði hvorki talað yfir hönd félagsins né staðið í samningagerð fyrir hönd þess. „Ég kom ekki nálægt þessu félagi á neinn hátt," sagði Bjarni. „Þannig að það er algjörlega fráleitt að vera að bendla mig með óeðlilegum hætti við þetta félag. Enda kom það í ljós í dómsmálinu í desember að saksóknari var á villigötum með því að vera blanda því inn í þetta Milestone-lán." Eins og fram kom í könnun Capacent Gallup, sem gerð var fyrir hönd Samtaka áhugafólks um stjórnmál, á dögunum telja 82 prósent að Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði sterkari formaður Sjálfstæðisflokksins en Bjarni. Bjarni segir það vel mega vera að umræðan um tengsl hans við viðskiptalífið hafi haft áhrif á niðurstöðu könnunarinnar. „Þó svo að ég standi einn eftir með að svara fyrir þessi tengsl þá hætti ég því ekki," segir Bjarni. „Ég legg ekki niður vopnin, þó að andstæðingar mínir reyni að klína á mig ósanngjörnum ávirðingum eins og DV-menn hafa gert ítrekað." Þá sagði Bjarni að hann hefði getað höfðað mál á hendur DV fyrir að hafa haldið því fram í forsíðufrétt að hann hefði játað að hafa gerst sekur um skjalafals í Vafningsmálinu. „Hvers konar yfirgangur og bull og vitleysa er þetta?" spyr Bjarni. Sp. blm. En hefurðu hugsað þér að fara í meiðyrðamál? „Ég hef nálgast þetta út frá heilræði sem ég lærði einu sinni í Ameríku: Ekki slást við svín í svínastíunni, báðir verða skítugir upp fyrir haus, en það er bara svínið sem hefur gaman af því." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Vafningsmálið Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
„Ég læt ekki áróðursbull og vitleysu stoppa mig. Það er eins gott að hætta þessu bara ef menn hrekjast undan hælbítum með lélegan málstað. Það kemur bara ekki til greina." Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar spurði þáttastjórnandi hvort að umræðan um tengsl Bjarna við viðskiptalífið hafi haft neikvæð áhrif á hann sem formann og um leið á fylgi Sjálfstæðisflokkinn. „Það getur vel verið," svaraði Bjarni. „Þetta er tilraun andstæðinga minna - og sérstaklega þeirra sem vilja hnekkja á Sjálfstæðisflokknum - til að finna mál sem draga athygli frá stóru málunum. Þeir sem vilja tala um þetta þora ekki í málefnalega umræðu um hin stóru mál stjórnmálanna." Bjarni ítrekaði að hann hefði aldrei setið í stjórn Vafnings og að hann hefði hvorki talað yfir hönd félagsins né staðið í samningagerð fyrir hönd þess. „Ég kom ekki nálægt þessu félagi á neinn hátt," sagði Bjarni. „Þannig að það er algjörlega fráleitt að vera að bendla mig með óeðlilegum hætti við þetta félag. Enda kom það í ljós í dómsmálinu í desember að saksóknari var á villigötum með því að vera blanda því inn í þetta Milestone-lán." Eins og fram kom í könnun Capacent Gallup, sem gerð var fyrir hönd Samtaka áhugafólks um stjórnmál, á dögunum telja 82 prósent að Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði sterkari formaður Sjálfstæðisflokksins en Bjarni. Bjarni segir það vel mega vera að umræðan um tengsl hans við viðskiptalífið hafi haft áhrif á niðurstöðu könnunarinnar. „Þó svo að ég standi einn eftir með að svara fyrir þessi tengsl þá hætti ég því ekki," segir Bjarni. „Ég legg ekki niður vopnin, þó að andstæðingar mínir reyni að klína á mig ósanngjörnum ávirðingum eins og DV-menn hafa gert ítrekað." Þá sagði Bjarni að hann hefði getað höfðað mál á hendur DV fyrir að hafa haldið því fram í forsíðufrétt að hann hefði játað að hafa gerst sekur um skjalafals í Vafningsmálinu. „Hvers konar yfirgangur og bull og vitleysa er þetta?" spyr Bjarni. Sp. blm. En hefurðu hugsað þér að fara í meiðyrðamál? „Ég hef nálgast þetta út frá heilræði sem ég lærði einu sinni í Ameríku: Ekki slást við svín í svínastíunni, báðir verða skítugir upp fyrir haus, en það er bara svínið sem hefur gaman af því." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Vafningsmálið Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira