Innlent

Fjármálaöryggi heimilanna í forgangi hjá Hægri grænum

Guðmundur Franklín er stofnandi Hægri grænna
Guðmundur Franklín er stofnandi Hægri grænna
Fjármálaöryggi heimilanna verður sett í forgang hjá Hægri grænum, flokki fólksins að því er fram kemur í landsfundarályktun Hægri grænna sem send var til fjölmiðla í morgun en landsfundur flokksins fer fram í dag.

Þar segir að ein mikilvægasta forsenda viðreisnar íslensks efnahagslífs sé að afnema verðtryggingu lánasamninga til neytenda, tryggja réttláta niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána og gera kynslóðasátt.

Flokkurinn ætlar að setja sérstök neyðarlög fyrir heimilin, með þeim verði öllum verðtryggðum húsnæðislánum skuldbreytt og þau lækkuð um allt að 45%.

Þá ætla Hægri grænir að koma upp nýju húsnæðislánakerfi sem veitir ný húsnæðislán til þeirra sem eru að kaupa sér íbúð eða hús í fyrsta eða annað skipti á þremur komma sjötíu og fimm prósenta til fjögurra prósenta óverðtryggðum vöxtum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×