Körfubolti

Reyndi að kyrkja samherja | Myndband

Fyrrum NBA-leikmaðurinn Renaldo Balkman þarf að leita sér að nýju félagi eftir að hann var dæmdur í lífstíðarbann í filippeysku deildinni.

Balkman missti algjörlega stjórn á skapi sínu í leik á dögunum. Hann lét dómaranna heyra það og endaði með því að reyna að kyrkja samherja.

Körfuknattleikssamband Filippseyja sætti sig engan veginn við þessa framkomu og rak hann úr deildinni.

Balkman var aðeins búinn að spila sjö leiki í deildinni þegar atvikið kom upp. Leikmaðurinn hefur áður komið sér í vandræði og til að mynda reyndi hann að skalla mann í leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×