Innlent

Framsókn bætir enn við fylgi sitt

Framsóknarflokkurinn bætir enn við sig fylgi á kostnað Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn fengi 28,3 % atkvæða ef kosið yrði nú. Rúv greinir frá þessu.

Fylgi Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna hefur lítið breyst frá síðustu könnun Gallup sem gerð var fyrir tveimur vikum. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærsti flokkur landsins með 22,4%. Fylgið hefur lækkað sem munar 4,4% frá því sem var fyrir hálfum mánuði.

Samfylkingin fengi 15% samkvæmt könnuninni, Björt framtíð 12,7% og Vinstri grænir 8,5%.

Önnur framboð ná ekki 5% fylgi. Píratar eru stærstir þeirra sem eru undir markinu skv. könnuninni með 4,4%.

Aðrir flokkar:

Lýðræðisvaktin 3,1%

Hægri grænir 2,1%

Dögun 1,5%

Landsbyggðarflokkurinn 1,0%

Regnboginn 0,5%

Húmanistaflokkurinn 0,2%

Alþýðufylkingin 0,2%

Flokkur heimilanna 0,1%

Nánar á heimasíðu Rúv.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×