Innlent

Ætla ekki að bjóða sameiginlega fram

Þorvaldur Gylfason er frambjóðandi Lýðræðisvaktarinnar
Þorvaldur Gylfason er frambjóðandi Lýðræðisvaktarinnar
Píratar, Dögun og Lýðræðisvaktin ætla ekki að bjóða fram sameiginlega til alþingiskosninga 27. apríl næstkomandi. Í tilkynningu segir að stefnur og áherslumál flokkanna séu að sumu leyti misjöfn og rétt þykir að halda sérkennum þeirra, sérstöðu og sjálfstæði til haga.

Töluverður þrýstingur hefur verið á nýju framboðin að mynda með sér bandalag eða sameinast fyrir kosningarnar. Vegna þess að með því margfaldist möguleikarnir á því að þau fái yfir fimm prósenta fylgi, sem þarf til að koma manni inn á þing.

Í tilkynningunni frá framboðunum segir að þau lýsi sig viljug til þess að starfa saman á nýju þingi að sameiginlegum stefnumálum þeirra, nái þau kjöri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×