Innlent

„Við erum miður okkar yfir þessu“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
„Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h.“

Þetta skrifaði Ingi Karl Sigríðarson, sem skipar 9. sæti norðausturkjördæmis fyrir Pírata, við frétt Vísis frá 2012 um að þáttastjórnendum Harmageddon hefði verið vikið úr starfi eftir að Hildur benti á að þeir hefðu brotið eigin siðareglur.

Ingi hefur einnig tjáð sig harkalega um Hildi og aðra femínista á Facebook-síðu sinni.

„mest megnis er verið að benda á hvað svona öfgafemenískar Hórur eru ILLA gefnar...“ skrifaði Ingi við hlið hlekks inn á myndaalbúm Hildar, Karlar sem hata konur.

„vonandi lentir þetta mér á þessari síðu hennar enda miða við hvað þetta er kjánaleg kelling þá er það heiður að vera settur þarna inn Gefur til kynna að maður trúi ekki á kjaftæðið sem öfga femenískar tussur skrifa út úr budduni á sér.“

Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir í samtali við Vísi að sé sé brugðið.

„Við erum klárlega miður okkar yfir þessu. Maður er orðlaus. Ég er búin að hafa samband norður og tala við oddvitann þar, en hún er að funda með Inga Karli. Okkur er mjög brugðið og þetta er ekki það sem Píratar standa fyrir. Hann ætlar að biðja Hildi afsökunar á þessu.“

Ekki náðist í Inga Karl við vinnslu fréttarinnar.

Ummælin sem Ingi skrifaði á Vísi.Mynd/Skjáskot



Fleiri fréttir

Sjá meira


×