Innlent

Ungir sjálfstæðismenn styðja Bjarna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ungir sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Í ályktun sem stjórn SUS samþykkti í dag harma þeir það sem fram kom á RÚV í gærkvöldi um að Bjarni Benediktsson íhugi að segja af sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

Í ályktuninni segir að Bjarni hafi verið endurkjörinn formaður í þriðja sinn á landsfundi fyrir rúmlega einum og hálfum mánuði síðan. Fylgið hafi minnkað mikið síðan, en það megi fyrst og fremst rekja til þess að Framsóknarflokkurinn hafi náð eyrum kjósenda með gylliboð sín um skuldaafskriftir eftir niðurstöðu EFTA dómstólsins í Icesave málinu. Fullyrðingar um að fylgistapið megi rekja til persónu formannsins eiga ekki við rök að styðjast, enda jókst fylgið stöðugt eftir að Bjarni tók við stjórnartaumunum og var stöðugt allt þar til fyrir nokkrum vikum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×