Fótbolti

Meistaradeildarmörkin: Messi magnaður

Það verða tvö spænsk lið og tvö þýsk sem verða í hattinum þegar dregið verður í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn.

Þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni. Bayern vann 4-0 samanlagðan sigur á Juventus og Barcelona komst áfram á útivallamarkareglunni eftir 1-1 jafntefli gegn PSG í kvöld.

PSG komst þó yfir á Nou Camp í kvöld en leikur heimamanna breyttist þegar að Lionel Messi kom inn á sem varamaður. Stuttu síðar skoraði Pedro markið sem fleytti Börsungum áfram.

Þorsteinn J. og gestir hans fóru yfir leiki kvöldsins en umfjöllunina má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×