Innlent

Jóhanna fundar með forseta klukkan þrjú

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, klukkan þrjú í dag. Þar mun Jóhanna væntanlega biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt.

Samkvæmt stjórnskipunarhefð mun Ólafur Ragnar þá biðja Jóhönnu um að leiða núverandi stjórn sem starfsstjórn þangað til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að ræða við fjölmiðla þegar fundi hans með Jóhönnu er lokið. Jóhanna verður í viðtali við Kristján Má Unnarsson í hádegisfréttum.

Væntanlega mun Ólafur Ragnar svo veita nýjum aðila stjórnarmyndunarumboð fljótlega eftir að Jóhanna biðst lausnar. Að öllum líkindum verður sá aðili annað hvort Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, eða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, en ný ríkisstjórn verður ekki mynduð án þátttöku annars flokksins eða beggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×