Innlent

Hitað upp fyrir Kosningapartí

„Við fylgjumst að sjálfsögðu með nýjustu tölum um leið og þær berast, en fókusinn verður á stuðið,“ segir Logi Bergmann, umsjónarmaður Kosningapartís Stöðvar 2 sem hefst í opinni dagskrá klukkan 21 í kvöld.

Kosningapartíið stendur til miðnættis og verður líka í beinni útsendingu hér á Vísi.

Fram koma Bubbi Morthens, Emmsjé Gauti, Eliza Newman auk sjálfs Herberts Guðmundssonar, en í meðfylgjandi myndbandi má sjá kappann á æfingu fyrr í dag.

Logi lofar lífi og fjöri, og inn á milli fá áhorfendur innslög frá þeim Pétri Jóhanni, Audda og Sveppa, en þeir heimsóttu frambjóðendur og fengu meira að segja einhverja þeirra í Hitaklefann svokallaða.

Lóa Pind Aldísardóttir rýnir svo í tölurnar um leið og þær berast með Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórnmálafræði.

„Svo endar þetta á besta lagi allra tíma,“ segir Logi en gefur ekki meira upp í bili.

Pétur Jóhann spjallar hér við Þorvald Gylfason hjá Lýðræðisvaktinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×