Innlent

Ekki líklegir til að kjósa sama flokk

Harmageddon-menn eru ekki líklegir til að kjósa sama flokk.
Harmageddon-menn eru ekki líklegir til að kjósa sama flokk.
„Við ætlum að spá í pólitíska landslaginu svona á kjördag með nefi unga fólksins,“ segir Frosti Logason, annar stjórnenda útvarpsþáttarins Harmageddon, en í dag á milli klukkan 14 og 16 verður sérstakur kosningaþáttur Harmageddon á dagskrá X977.

„Púlsinn verður tekinn bæði á ungliðahreyfingum flokkanna og stjórnmálaspekingum,“ segir hann, en mikill gestagangur verður í þættinum, milli þess sem útvarpsmaðurinn Orri sendir út beint frá Hörpu, þar sem EVE Fanfest fer fram.

Frosti segist ekki vera búinn að kjósa en hann ætlar að gera það strax að þætti loknum, en Harmageddon-menn eru ekki sammála um hvaða flokkur á skilið atkvæði.

„Ég tel það afar ólíklegt að við Máni kjósum sama flokk, við erum eins og svart og hvítt hvað þetta varðar,“ segir Frosti, í banastuði á kjördag.

Hlusta má á þáttinn í beinni útsendingu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×