Körfubolti

Fjallabróðir í NBA-útsendingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Halldór Gunnar Pálsson, tónlistarmaður og einn forsprakka Fjallabræðra, sendi kveðju sem birtist í alþjóðlegri útsendingu frá leik San Antonio og Miami í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í nótt.

Halldór Gunnar sendi inn mynd af sér þar sem hann sést fylgjast með leiknum á spjaldtölvu utandyra í miðnætursólinni.

Upptöku af þessu má sjá í meðfylgjandi myndbroti en gera má ráð fyrir því að áhorfendur um víða veröld hafi séð myndina sem Halldór Gunnar sendi inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×