Viðskipti innlent

Mikil sóknarfæri í metanóli

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Kanadískt orkufyrirtæki hefur fjárfest í íslenska metanólfyrirtækinu Carbon Recycling International fyrir 600 milljónir króna. Þetta er stærsta erlenda fjárfesting hér á landi frá hruni.

Methanex leggur til nýtt hlutfé í Carbon Recycling International, eða CRI, sem nemur 5 milljónum Bandaríkjadaga. Þetta eru um 600 milljónir króna. Er þetta mesta erlenda fjárfesting hér á landi frá hruni.

CRI framleiðir og selur endurnýjanlegt metanól sem blandað er í bensín og telst sjálfbært eldsneyti sem skilar lágmarks sótspori. Eldsneytið er unnið í koltvísýringi og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda.

CRI á og rekur verksmiðju í Svartsengi við Grindavík. Ljóst er að fjárfesting Methanex opnar fyrir möguleikann á stærri vinnslustöðvum.

„Þessi fjárfesting Methanex gerir okkur kleift að klára þá verksmiðjuna í Svartsengi ásamt því að undirbúa stærri verksmiðjur sem við erum með á teikniborðinu," segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður CRI.

„Fyrsta fjárfestingin fer í að stækka verksmiðjuna sem fyrir er og við erum að skoða nokkra aðra staði hérna á Íslandi til að fjárfesta í stærri verksmiðjum í framtíðinni," segir John Floren, forstjóri Methanex. „Við viljum líka selja þessa tækni utan Íslands. Það verða önnur tækifæri til að vaxa saman."

Methanex er stærsti seljandi metanóls í heiminum. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi, fyrir afskriftir, voru tæpir 19 milljarðar dala. Ástæðan fyrir þessu er rakin til hækkandi verðs á metanóli.

„Já, metanól er notað í mörgum löndum sem eldsneyti, blandað saman við bensín. Það er leyft hérna í Evrópu, allt að 3%, svo það er byrjað að nota það,“ segir Foler.

„Það er búið að setja ýmsar reglugerðir og lög sem eiga að færa fókusinn á endurnýjan orkugjafa. Þar er aftur á móti skortur á slíkum fyrirtækjum á markaðinum. Þannig að sóknarfærin eru mikil,“ segir Sindri að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×