Keflavík gekk í dag frá samningi við Michael Craion um að hann leiki með liðinu á komandi vetri. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkurliðsins.
Þrátt fyrir að gengi Keflavíkurliðsins hafi ekki verið nógu gott á síðasta tímabili var Michael einn af jákvæðu punktum tímabilsins að því er segir í fréttinni á heimasíðu Keflavíks. Crain lauk tímabilinu með 22 stig, 13 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Keflvíkingar fagna tíðindum vel og segja mikla ánægju ríkja með ákvörðun Craion að taka slaginn með Keflvíkingum á nýjan leik.
