Innlent

Nöfn mannanna sem létust í flugslysinu

Mennirnir voru um borð í sjúkraflugvél sem brotlenti við Hlíðarfjallsveg í gær.
Mennirnir voru um borð í sjúkraflugvél sem brotlenti við Hlíðarfjallsveg í gær.
Mennirnir tveir sem létust í flugslysinu í gær hétu Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, til heimilis að Pílutúni 2 á Akureyri, og Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, til heimilis að Rútsstöðum 2 í Eyjafjarðasveit.

Páll var 46 ára og lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur. Pétur var 35 ára gamall, ókvæntur og lætur eftir sig tvö börn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×