Innlent

Pussy Riot meðlimur fluttur um set

Nadezhda Tolokonnikova verður færð um set.
Nadezhda Tolokonnikova verður færð um set. nordicphotos/getty

Nadezhda Tolokonnikova, ein meðlima rússnesku kvennapönksveitarinnar Pussy Riot, verður færð í annað fangelsi. Rússnesk fangelsismálayfirvöld lýstu þessu yfir á dögunum. Tolokonnikova hefur farið fram á flutninga lengi og féllust yfirvöld á beiðnina vegna hættu á öryggi um heilsu stúlkunnar, sem er einungis 23 ára gömul.

Ástæðan fyrir óttanum um heilsu og öryggi stúlkunnar, er níu daga hungurverkfall, sem hún hefur stundað til að mótmæla slæmum aðstæðum og harðræði í fangelsinu.

Tolokonnikova var handtekin á síðasta ári ásamt tveimur öðrum konum í hljómsveitinni, eftir uppákomu í dómkirkjunni í Moskvu, þar sem hljómsveitin efndi til mótmæla gegn rússneskum stjórnvöldum. Þær hlutu tveggja ára fangelsisdóma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×