Markmiðið var að finna fatnað á þá drengi sem reyndist þrautin þyngri en algengt er að sérsauma þurfi föt á þá félagana.
„Þetta er komið í vana og ég er fyrir löngu búinn að sætta mig við það að vera svona stór,“ sagði Ragnar Ágúst Nathanaelsson, í samtali við Gaupa í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Hér að neðan má sjá twitterfærslu frá Ragnari en þeir hittu Hafþór Júlíus, sterkasta mann Íslands, í sömu ferð.
Hitti Hafþór Júlíus áðan og hann vildi endilega fá mynd af sér með mér. Fengum Egil til að sýna hversu litil hann er! pic.twitter.com/vNviwNINba
— Ragnar Nathanaelsson (@RaggiNaT) October 17, 2013