Blær má heita nafninu sínu 1. febrúar 2013 00:01 Gleðidagur Blær faðmar móður sína, Björk Eiðsdóttur, eftir að niðurstaðan lá fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Fréttablaðið/valli Dómsmál„Það var ótrúlega gaman að fá þessar fréttir. Fyrst fattaði ég reyndar ekki að við hefðum unnið en þá kleip mamma í mig. Ég er mjög glöð,“ segir Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir, sem hafði sigur í máli sínu gegn íslenska ríkinu í gær og má samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur heita nafninu Blær. Málið var höfðað fyrir hönd Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, en það er nafnið sem hún hefur borið hjá opinberum aðilum frá því stuttu eftir fæðingu. Það breyttist í gær: Fyrsta opinbera skjalið sem er merkt Blævi er dómur héraðsdóms. Blær var reyndar skírð Blær í ágúst 1997 en þegar presturinn áttaði sig á því að nafnið var ekki á mannanafnaskrá sem kvenmannsnafn var nafngiftin afturkölluð og leitað til mannanafnanefndar. Nefndin hafnaði nafninu á þeirri forsendu að nafnið væri þegar til sem karlmannsnafn. Í lögum um mannanöfn frá árinu 1996 segir skýrum stöfum að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn. Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að þekkt séu dæmi um það á Íslandi að karlkyns nafnorð séu notuð sem kvenmannsnöfn, til dæmis Ilmur og Apríl, og kvenkyns nafnorð sem karlmannsnöfn, til dæmis Sturla. Þá séu bæði karlar og ein kona sem beri nafnið Júlí í Þjóðskrá. Auk þess segir að kona, fædd 1973, beri þegar nafnið Blær og að það hafi verið samþykkt af mannanafnanefnd á sínum tíma. Þar virðist dómurinn reyndar líta fram hjá þeirri staðreynd að mannanafnanefnd var ekki til fyrr en árið 1991. „Af því sem nú hefur verið rakið er ljóst að í ákveðnum tilvikum getur íslenskt nafn bæði verið karlmanns- og kvenmannsnafn,“ segir í dómnum. Það hafi verið ólögmætt af nefndinni að hafna beiðninni um nafngiftina. „Það er mat dómsins að réttur stefnanda til að bera nafnið Blær sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“ Blær fær ekki miskabætur eins og hún gerði kröfu um en er engu að síður himinlifandi og kvíðir ekki umstanginu sem mun fylgja því að sækja um vegabréf með nýju nafni og annað í þeim dúr. Hún segist hafa verið aðalmanneskjan í skólanum í gær. „Það hlupu allir að mér þegar mætti – kennarinn hafði lesið fréttina upp í tíma. Svo er ég búin að fá fullt af símtölum með hamingjuóskum.“stigur@frettabladid.is Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Sjá meira
Dómsmál„Það var ótrúlega gaman að fá þessar fréttir. Fyrst fattaði ég reyndar ekki að við hefðum unnið en þá kleip mamma í mig. Ég er mjög glöð,“ segir Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir, sem hafði sigur í máli sínu gegn íslenska ríkinu í gær og má samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur heita nafninu Blær. Málið var höfðað fyrir hönd Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, en það er nafnið sem hún hefur borið hjá opinberum aðilum frá því stuttu eftir fæðingu. Það breyttist í gær: Fyrsta opinbera skjalið sem er merkt Blævi er dómur héraðsdóms. Blær var reyndar skírð Blær í ágúst 1997 en þegar presturinn áttaði sig á því að nafnið var ekki á mannanafnaskrá sem kvenmannsnafn var nafngiftin afturkölluð og leitað til mannanafnanefndar. Nefndin hafnaði nafninu á þeirri forsendu að nafnið væri þegar til sem karlmannsnafn. Í lögum um mannanöfn frá árinu 1996 segir skýrum stöfum að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn. Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að þekkt séu dæmi um það á Íslandi að karlkyns nafnorð séu notuð sem kvenmannsnöfn, til dæmis Ilmur og Apríl, og kvenkyns nafnorð sem karlmannsnöfn, til dæmis Sturla. Þá séu bæði karlar og ein kona sem beri nafnið Júlí í Þjóðskrá. Auk þess segir að kona, fædd 1973, beri þegar nafnið Blær og að það hafi verið samþykkt af mannanafnanefnd á sínum tíma. Þar virðist dómurinn reyndar líta fram hjá þeirri staðreynd að mannanafnanefnd var ekki til fyrr en árið 1991. „Af því sem nú hefur verið rakið er ljóst að í ákveðnum tilvikum getur íslenskt nafn bæði verið karlmanns- og kvenmannsnafn,“ segir í dómnum. Það hafi verið ólögmætt af nefndinni að hafna beiðninni um nafngiftina. „Það er mat dómsins að réttur stefnanda til að bera nafnið Blær sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“ Blær fær ekki miskabætur eins og hún gerði kröfu um en er engu að síður himinlifandi og kvíðir ekki umstanginu sem mun fylgja því að sækja um vegabréf með nýju nafni og annað í þeim dúr. Hún segist hafa verið aðalmanneskjan í skólanum í gær. „Það hlupu allir að mér þegar mætti – kennarinn hafði lesið fréttina upp í tíma. Svo er ég búin að fá fullt af símtölum með hamingjuóskum.“stigur@frettabladid.is
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Sjá meira