Háskerpusjónvarp í snjalltækin með OZ-appinu Þorgils Jónsson skrifar 12. júní 2013 06:30 Nýir tímar eru runnir upp í sjónvarpsáhorfi landsmanna að sögn framkvæmdastjóra OZ, sem býður nú upp á háskerpusjónvarpsútsendingar í gegnum smáforrit, svokallað app. „Við höfum verið með lítinn hóp notenda til að prófa kerfið, en erum nú að taka skrefið til fulls,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ, um nýja kerfið sem hleypt verður af stokkunum í dag. OZ er í nánu samstarfi við Stöð 2, sem heyrir undir 365 miðla hf. líkt og Fréttablaðið og Vísir, en með þjónustunni býðst áskrifendum OZ og Stöðvar 2 að nálgast háskerpusjónvarpsefni af stöðvum Stöðvar 2 og RÚV í snjalltækjum; símum og spjaldtölvum, með OZ-appinu sem hægt er að sækja í forritaveitu Apple, App Store. Meðal þess helsta sem þjónustan felur í sér er að áskrifendur OZ og Stöðvar 2 geta safnað saman þáttum, barnaefni og bíómyndum sem verða svo aðgengileg til áhorfs úr skýinu. Þá er möguleiki á að fara allt að klukkustund aftur í tímann til að byrja að horfa, ef komið er inn í miðja mynd eða þátt. Þá er einnig hægt að streyma útsendingunni áfram á hefðbundinn sjónvarpsskjá í gegnum Apple TV. „Það má svo sannarlega segja að áskrifendum okkar bjóðist að stíga inn í framtíðina,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365, um nýja OZ-appið. Fyrirtækið sé afar stolt af þessari nýju þjónustu sem sé viðbót við aðrar dreifileiðir sjónvarpsefnis sem þegar eru í boði. „Þessi frábæra þjónusta nýtist öllum, börnum sem fullorðnum, og á vafalaust eftir að slá í gegn. Í gegnum þessa græju upplifir fólk fyrir alvöru gæðin á dagskrá Stöðvar 2 og fylgistöðvanna,“ segir Ari. Guðjón segir að þetta sé upphafið að enn meiri útbreiðslu OZ. „Ísland er okkar fyrsta markaðssvæði, sem er eðlilegt þar sem við erum íslenskt sprotafyrirtæki, og hér erum við að læra af markaðnum í hvaða átt er mest spennandi að fara. Það sem við erum að bjóða upp á núna er nokkuð stórt skref í því hvernig fólk nýtur efnis frá sjónvarpsstöðvum og næsta skref hjá okkur verður að efla það viðmót.“ Guðjón segir að næstu mánuði verði tekin ákvörðun um hvaða markaðssvæði verði næst ráðist í. Þar komi fjögur til greina, meðal annars í Evrópu og Suður-Ameríku. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Nýir tímar eru runnir upp í sjónvarpsáhorfi landsmanna að sögn framkvæmdastjóra OZ, sem býður nú upp á háskerpusjónvarpsútsendingar í gegnum smáforrit, svokallað app. „Við höfum verið með lítinn hóp notenda til að prófa kerfið, en erum nú að taka skrefið til fulls,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ, um nýja kerfið sem hleypt verður af stokkunum í dag. OZ er í nánu samstarfi við Stöð 2, sem heyrir undir 365 miðla hf. líkt og Fréttablaðið og Vísir, en með þjónustunni býðst áskrifendum OZ og Stöðvar 2 að nálgast háskerpusjónvarpsefni af stöðvum Stöðvar 2 og RÚV í snjalltækjum; símum og spjaldtölvum, með OZ-appinu sem hægt er að sækja í forritaveitu Apple, App Store. Meðal þess helsta sem þjónustan felur í sér er að áskrifendur OZ og Stöðvar 2 geta safnað saman þáttum, barnaefni og bíómyndum sem verða svo aðgengileg til áhorfs úr skýinu. Þá er möguleiki á að fara allt að klukkustund aftur í tímann til að byrja að horfa, ef komið er inn í miðja mynd eða þátt. Þá er einnig hægt að streyma útsendingunni áfram á hefðbundinn sjónvarpsskjá í gegnum Apple TV. „Það má svo sannarlega segja að áskrifendum okkar bjóðist að stíga inn í framtíðina,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365, um nýja OZ-appið. Fyrirtækið sé afar stolt af þessari nýju þjónustu sem sé viðbót við aðrar dreifileiðir sjónvarpsefnis sem þegar eru í boði. „Þessi frábæra þjónusta nýtist öllum, börnum sem fullorðnum, og á vafalaust eftir að slá í gegn. Í gegnum þessa græju upplifir fólk fyrir alvöru gæðin á dagskrá Stöðvar 2 og fylgistöðvanna,“ segir Ari. Guðjón segir að þetta sé upphafið að enn meiri útbreiðslu OZ. „Ísland er okkar fyrsta markaðssvæði, sem er eðlilegt þar sem við erum íslenskt sprotafyrirtæki, og hér erum við að læra af markaðnum í hvaða átt er mest spennandi að fara. Það sem við erum að bjóða upp á núna er nokkuð stórt skref í því hvernig fólk nýtur efnis frá sjónvarpsstöðvum og næsta skref hjá okkur verður að efla það viðmót.“ Guðjón segir að næstu mánuði verði tekin ákvörðun um hvaða markaðssvæði verði næst ráðist í. Þar komi fjögur til greina, meðal annars í Evrópu og Suður-Ameríku.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira