Innlent

Jón Baldvin í mál við Háskóla Íslands

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Jón Baldvin Hannibalsson, fv. ráðherra.
Jón Baldvin Hannibalsson, fv. ráðherra.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að fela lögmanni sínum að undirbúa málshöfðun á hendur Háskóla Íslands vegna ákvörðunarinnar um að afturkalla ráðningu hans til kennslu.

Í aðsendri grein á bls. 15 í Fréttablaðinu í dag segir Jón Baldvin skýringar forráðamanna Háskóla Íslands ekki standast skoðun. Þeir leyfi sér að ganga langt í að hagræða staðreyndum.

Jón Baldvin rekur aðdragandann að ákvörðun forráðamanna háskólans og segir meðal annars: „Það er mikill misskilningur, ef menn halda, að þetta snúist bara um mína persónu, eða um vítaverða stjórnunarhætti innan háskólans. Þetta mál snýst um grundvallarmannréttindi í réttarríki.“

Jón Baldvin, sem getur þess að hann hafi verið ráðinn gistiprófessor við Háskólann í Tartu í Eistlandi á næsta ári, segir enn fremur í greininni að með framgöngu sinni í málinu hafi forráðamenn háskólans í verki lagt blessun sína yfir dómstól götunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×