Hvað er kynbundið ofbeldi? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 10. desember 2013 06:00 Vegna átaks sem nú er í gangi gegn kynbundnu ofbeldi er ekki úr vegi að skilgreina hugtakið aðeins. Ekki bara vegna þess að mér finnst sumir misskilja það heldur líka til að auðvelda fólki að tala saman og um sama hlut þegar það rökræðir. Í mjög stuttu máli er kynbundið ofbeldi það sem einstaklingur verður fyrir eða þarf að þola vegna þess að hann er af einhverju tilteknu kyni. Oftast er talað um kynbundið ofbeldi í tengslum við konur sem fórnarlömb og karla sem gerendur. Það er þó ekki eina tegundin. Því karlar geta líka orðið fyrir kynbundnu ofbeldi sem og börn. En þá væri kannski réttast að tala um aldursbundið ofbeldi. Einhvers misskilnings gætir þó hjá sumum gagnrýnendum þessarar umræðu: eða það að taka út ofbeldi gagnvart konum sérstaklega þegar ræða á um kynbundið ofbeldi og segja að karlar verði fyrir fullt af grófum ofbeldisbrotum, líkamsárásum, morðum o.fl. Það er vissulega rétt en maður sem er drepinn í stríði eða laminn í gengjastríði vegna fíkniefna verður hins vegar ekki fyrir kynbundnu ofbeldi, þótt ofbeldi sé. Þarna eru menn drepnir eða barðir af því að þeir eru hermenn eða af því að þeir eru í fíkniefnaviðskiptum o.s.frv. Ekki bara af því að þeir eru karlmenn. Ef hermaðurinn í þessu tilviki eða gengjaglæpamaðurinn hefði verið kona hefði hún pottþétt líka verið drepin eða lamin. Hins vegar þegar konu er nauðgað eða þegar líkamspartar hennar eru notaðir eða það að hún hafi minni líkamlegan styrk af því að hún er kona telst kynbundið ofbeldi. Karlmanni yrði að öllum líkindum ekki nauðgað af þeim árásarmanni í því tilviki þótt karlmenn verði því miður líka fyrir kynferðislegu ofbeldi. Dæmi um kynbundið ofbeldi gagnvart körlum væri hins vegar sú tilhneiging réttar- og félagskerfisins að dæma af þeim forræðið. Sem er oft gert eingöngu vegna þess að þeir eru af tilteknu kyni og mæðrarétturinn er of sterkur. Það er dæmi um kynbundið ofbeldi (af félagslegum og tilfinningalegum toga) gagnvart körlum. Hins vegar myndi alveg vera réttlætanleg túlkun að samfélagið væri að beita karlmenn og drengi kynbundnu ofbeldi með því að skylda þá í herinn (frekar en konur) eða með staðalímyndinni um „sterka karlmanninn“ sem má ekki sýna tilfinningar og villist því gjarnan af leið og fer í glæpi eða fíkniefnaneyslu. Þetta er sama samfélagið og femínistar eru að berjast gegn. Þetta er samfélagið sem viðheldur staðalímyndum gagnvart báðum kynjum (og ýmsu öðru) þannig að þetta er sama baráttan. Umræða um kynbundið ofbeldi gagnast ekki bara konum. Femínismi eins og ég skil hann gagnast ekki síður körlum, börnum, samkynhneigðum eða hvers kyns minnihlutahópum sem verða fyrir órétti þá og þess vegna eingöngu að þau eru eins og þau eru frá náttúrunnar hendi; með píku, vilja elska sama kyn eða fótalaus. Stöndum því saman gagnvart hvers kyns ofbeldi og áttum okkur á að umræða og barátta gegn einni tegund er ekki árás eða til að minnka vægi annars ofbeldis. Eða dettur einhverjum í hug að femínista sem berst gegn kynbundnu ofbeldi finnist síður mikilvægt að berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum? Eða ofbeldi gagnvart fólki vegna kynhneigðar eða trúarbragða? Hættum að tala í kross og förum að tala saman og vinna gegn öllu ofbeldi með samstilltu átaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vegna átaks sem nú er í gangi gegn kynbundnu ofbeldi er ekki úr vegi að skilgreina hugtakið aðeins. Ekki bara vegna þess að mér finnst sumir misskilja það heldur líka til að auðvelda fólki að tala saman og um sama hlut þegar það rökræðir. Í mjög stuttu máli er kynbundið ofbeldi það sem einstaklingur verður fyrir eða þarf að þola vegna þess að hann er af einhverju tilteknu kyni. Oftast er talað um kynbundið ofbeldi í tengslum við konur sem fórnarlömb og karla sem gerendur. Það er þó ekki eina tegundin. Því karlar geta líka orðið fyrir kynbundnu ofbeldi sem og börn. En þá væri kannski réttast að tala um aldursbundið ofbeldi. Einhvers misskilnings gætir þó hjá sumum gagnrýnendum þessarar umræðu: eða það að taka út ofbeldi gagnvart konum sérstaklega þegar ræða á um kynbundið ofbeldi og segja að karlar verði fyrir fullt af grófum ofbeldisbrotum, líkamsárásum, morðum o.fl. Það er vissulega rétt en maður sem er drepinn í stríði eða laminn í gengjastríði vegna fíkniefna verður hins vegar ekki fyrir kynbundnu ofbeldi, þótt ofbeldi sé. Þarna eru menn drepnir eða barðir af því að þeir eru hermenn eða af því að þeir eru í fíkniefnaviðskiptum o.s.frv. Ekki bara af því að þeir eru karlmenn. Ef hermaðurinn í þessu tilviki eða gengjaglæpamaðurinn hefði verið kona hefði hún pottþétt líka verið drepin eða lamin. Hins vegar þegar konu er nauðgað eða þegar líkamspartar hennar eru notaðir eða það að hún hafi minni líkamlegan styrk af því að hún er kona telst kynbundið ofbeldi. Karlmanni yrði að öllum líkindum ekki nauðgað af þeim árásarmanni í því tilviki þótt karlmenn verði því miður líka fyrir kynferðislegu ofbeldi. Dæmi um kynbundið ofbeldi gagnvart körlum væri hins vegar sú tilhneiging réttar- og félagskerfisins að dæma af þeim forræðið. Sem er oft gert eingöngu vegna þess að þeir eru af tilteknu kyni og mæðrarétturinn er of sterkur. Það er dæmi um kynbundið ofbeldi (af félagslegum og tilfinningalegum toga) gagnvart körlum. Hins vegar myndi alveg vera réttlætanleg túlkun að samfélagið væri að beita karlmenn og drengi kynbundnu ofbeldi með því að skylda þá í herinn (frekar en konur) eða með staðalímyndinni um „sterka karlmanninn“ sem má ekki sýna tilfinningar og villist því gjarnan af leið og fer í glæpi eða fíkniefnaneyslu. Þetta er sama samfélagið og femínistar eru að berjast gegn. Þetta er samfélagið sem viðheldur staðalímyndum gagnvart báðum kynjum (og ýmsu öðru) þannig að þetta er sama baráttan. Umræða um kynbundið ofbeldi gagnast ekki bara konum. Femínismi eins og ég skil hann gagnast ekki síður körlum, börnum, samkynhneigðum eða hvers kyns minnihlutahópum sem verða fyrir órétti þá og þess vegna eingöngu að þau eru eins og þau eru frá náttúrunnar hendi; með píku, vilja elska sama kyn eða fótalaus. Stöndum því saman gagnvart hvers kyns ofbeldi og áttum okkur á að umræða og barátta gegn einni tegund er ekki árás eða til að minnka vægi annars ofbeldis. Eða dettur einhverjum í hug að femínista sem berst gegn kynbundnu ofbeldi finnist síður mikilvægt að berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum? Eða ofbeldi gagnvart fólki vegna kynhneigðar eða trúarbragða? Hættum að tala í kross og förum að tala saman og vinna gegn öllu ofbeldi með samstilltu átaki.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun