Innlent

Katrín Júlíusdóttir og Vigdís Hauksdóttir tókust á í beinni

Úr myndverinu í dag.
Úr myndverinu í dag.
Ríkisstjórnin er ekki fallin þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni annað sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks í þættinum Mín skoðun. Kosningar séu spretthlaup en kjörtímabilið sé langhlaup.

Katrín Júlíusdóttir sagði í sama þætti að Samfylkingin hefði átt skellina skilið í vor að minnsta kosti einhverja þeirra. „En við erum að vinna í að taka það til baka. Þetta var vond punktamæling hjá okkur og verst að það hafi verið kosningar.“

Í þættinum var á það bent að af 20 frösum sem hægt er að kjósa á milli úr íslenskri kvikmyndasögu sé aðeins einn frasi eftir konu.

Af hverju gleymast konur alltaf spurði Mikael? Vigdís sagði að þetta virtist greipt í þjóðarsálina. Katrín rifjaði upp fræga setningu úr Stellu í orlofi „Bára er lögst í bæeyti og majónesan er orðin gul“ og sagðist ekki skilja af hverju sú setning né margar fleiri úr þeirri mynd væru ekki meðal þeirra sem væri hægt að kjósa um.

Þetta var meðal þess sem þau Mikael, Katrín og Vigdís ræddu. Þátturinn er sýndur í beinni en hægt er að horfa á hann í heild sinni hér á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×