Íslenski boltinn

Vængir Júpíters mæta aftur til leiks - Lumman og Krían bætast í hópinn

Benjamín og félagar lifa í minningunni en nafnar þeirra í Vængjum Júpíters mæta aftur til leiks í 4. deildina í sumar.
Benjamín og félagar lifa í minningunni en nafnar þeirra í Vængjum Júpíters mæta aftur til leiks í 4. deildina í sumar. Mynd/Skjáskot
KSÍ er búið að ganga frá riðlaskiptingu í 4. deild karla í fótbolta fyrir sumarið en þar mæta fimm ný lið til leiks.

Fjórða deildin er sú neðsta á karlaboltanum en þar er leikið í fjórum 7-8 liða riðlum. Efstu tvö lið hvers riðils komast áfram í úrslitakeppnina og þau lið sem leika til úrslita fara upp í 3. deild.

Mikið af nýjum liðum hafa bæst við Íslandsmótið undanfarin ár. Heita þau mörg hver skemmtilegum nöfnum sem dregin eru úr t.a.m úr náttúrunni, grískri goðafræði og vinsælum teiknimyndum.

Má þar benda á Kóngana, Ísbjörninn, Hönd Mídasar og Vængi Júpíters sem mæta til leiks að nýju í sumar en þeir voru síðast með árið 2011.

Fimm ný félög bætast í hópinn í ár en það eru Hörður frá Ísafirði, Kría af Seltjarnarnesi, Máni frá Hornafirði og Kópavogsliðin Örninn og Lumman.

Á vefsíðu KSÍ má lesa nánar um riðlaskiptingu í neðstu deildum karla- og kvenna fyrir sumarið 2014.



Riðlaskiptingin í 4. deild karla.Mynd/Skjáskot af vef KSÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×