Innlent

„Mikilvægt að bregðast við vantrausti gagnvart stjórnmálamönnum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þátturinn Mín skoðun í umsjón Mikaels Torfasonar var á dagskrá í dag klukkan 13 í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í dag.

Aðalgestur þáttarins var Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, en hún staðfesti í þættinum að hún væri á sínu síðasta kjörtímabili.

„Ég er á mínu síðasta kjörtímabili,“ sagði Birgitta í viðtali við Mikael Torfason.

„Það sem er gaman við þetta starf og gefur manni innblástur er að maður er að taka þátt í stórri nýrri alþjóðahreyfingu sem er að hugsa stjórnmálin pínu lítið öðruvísi. Það er kannski þess vegna sem við erum að ná til unga fólksins, við erum að fjalla um málefna sem varða ungt fólk.“

Birgitta sagði að það hefði orðið mikil þróun á stefnumótun Pírata bæði hérlendis og erlendis á undanförnum misserum.

„Ég held að það sé mjög mikilvægt að bregðast við því vantrausti sem er gagnvart stjórnmálamönnum í dag, fólk virðist ekki treyst okkur í dag og ég skil það í raun mjög vel. Ég treysti okkur ekki heldur. Ef ég horfi yfir þingstörfin yfir þetta ár þá kemur í ljós að þingmenn eru að fara í fjögurra mánaða frí eða þinghlé eins og maður á víst að kalla það. Þá getum við ekki sinnt okkar lögboðna hlutverki að fylgjast með framkvæmdarvaldinu.“

Sjá má myndskeið úr viðtalinu við Birgittu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×