Sport

Heimapar vann gullið í listhlaupi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tatiana Volosozhar og Maxim Trankov sýndu miklar tilfinningar eftir lokaæfinguna.
Tatiana Volosozhar og Maxim Trankov sýndu miklar tilfinningar eftir lokaæfinguna. Vísir/Getty
Rússarnir Tatiana Volosozhar og Maxim Trankov urðu í kvöld Ólympíumeistarar í listhlaupi para og unnu þar með annað gull heimamanna í Skautahöllinni í Sotsjí.

Volosozhar og Trankov unnu yfirburðarsigur en þau voru langhæst í bæði stutta og frjálsa prógramminu. Samtals fengu þau 236.86 stig eða rúmum 18 stigum meira en næsta par. Fyrir fjórum árum vannst þessi grein á þremur stigum.

Maxim Trankov keppti með annarri konu fyrir fjórum árum og endaði þá í sjöunda sæti. Volosozhar keppti þá fyrir Úkraínu og með Stanislav Morozov og endaði þá í áttunda sæti.  

Rússar unnu liðakeppnina á dögunum og unnu síðan tvöfalt í kvöld því rússneska parið Ksenia Stolbova og Fedor Klimov tóku silfrið. Klimov og Stolbova eru bara 23 og 22 ára gömul.

Þýska parið Aliona Savchenko og Robin Szolkowy urðu síðan í þriðja sætinu. Þau voru í öðru sæti eftir stutta prógrammið en misstu silfrið til þeirra  Stolbovu og Klimov. Aliona og Robin unnu þar með brons á öðrum leikunum í röð.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×