Innlent

Mjög auðvelt að túlka hegðun fjármálaráðherra sem kvenfyrirlitningu

Árdís Ósk Steinarsdóttir skrifar
Fjármálaráðherra segir Katrínu Júlíusdóttur ítrekað að róa sig á meðan hún stendur í ræðustól.
Fjármálaráðherra segir Katrínu Júlíusdóttur ítrekað að róa sig á meðan hún stendur í ræðustól. VÍSIR/VALLI
„Kvenfyrirlitning er til dæmis tilhneiging til að eigna konum kvenlæga eiginleika, eiginleikum sem þykja síðri en eiginleikar sem eignaðir eru körlum. Mjög algengt viðhorf er að konur stjórnist af tilfinningum sínum og þar með sé það síðra en að gera það ekki.“ Þetta segir Vilborg Ólafsdóttir kynjafræðingur.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði Katrínu Júlíusdóttur endurtekið að róa sig meðan hún stóð í ræðustólnum í gær. Í færslu Katrínar á Facebook-síðu hennar segir orðrétt:

„Bjarni sagði mèr ítrekað að róa mig á meðan ég var í stólnum og að ganga úr honum. Svona brást ég við því. Er ekki stolt af því og kannski full viðkvæm fyrir því að vera sýnd óvirðing.“

Þegar Bjarni steig næst í pontu sagði hann að það væri allt í lagi að hún hafi hreytt í sig ókvæðisorðum þegar hún steig úr ræðustólnum.  

„Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar þegar hún steig upp í pontu.

Vilborg segir það vera hennar ágiskun að Bjarni hefði ekki haft orð á því að viðbrögð þingmannsins hafi verið allt í lagi ef um karlmann hefði verið að ræða.

„Ég tel Bjarna hafa talað niður til Katrínar og mjög auðvelt sé að túlka hegðun hans sem kvenfyrirlitningu. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða neitt um hvernig hann hefði hegðað sér ef um karlmann hefði verið að ræða.“


Tengdar fréttir

Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig.

„Helvítis dóni“

Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×