Lífið

Maus spilar á tíu ára afmæli Aldrei fór ég suður

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Birgir Örn Steinarsson og félagar í hljómsveitinni Maus koma fram á hátíðinni.
Birgir Örn Steinarsson og félagar í hljómsveitinni Maus koma fram á hátíðinni. vísir/valli
Í ár er tónlistarhátíðin Aldrei fór suður tíu ára og hafa forsvarsmenn hátíðarinnar tilkynnt fyrstu hljómsveitirnar sem spila á hátíðinni í ár. Hljómsveitin Maus sem vann Músíktilraunir fyrir tuttugu árum kemur fram í ár en sveitin hefur verið í dvala um nokkurt skeið.

Retro Stefson hefur staðfest komu sína en hún hefur áður skemmt gestum hátíðiarinnar við frábærar undirtektir. Hljómsveitin Mammút, sem átti bestu plötu síðasta árs að mati sérfræðinga Fréttablaðsins hefur staðfest komu sína. Hún hefur einnig komið fram á hátíðinni áður.

Fleiri sveitir sem hafa verið tilkynntar eru Grísalappalísa, Tilbury, Ragna Kjartansdóttir, eða Cell7 og DJ. Flugvél og geimskip. Fleiri atriði verða tilkynnt á næstunni.

Þá verður boðið upp á dansverk sem kallast Glymskrattinn en um er að ræða danstónleika. Valdimar Jóhannsson tónlistarmaður í Reykjavík!, Lazyblood og Nine Elevensvinnur að verkinu ásamt dönsurunum og danshöfundunum Melkorku Sigríði Magnúsdóttur og Sigríði Soffíu Níelsdóttur.



Hátíðin fer fram dagana átjánda og nítjánda apríl.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×