Sport

Óvenjulegasta atvik í sögu MMA | Myndband

Pétur Marinó Jónsson skrifar
MMA er ung íþrótt og hafa mörg óvenjuleg atvik átt sér í búrinu og þá sérstaklega á fyrstu árum íþróttarinnar. Eitt atvik stendur þó upp úr sem verður að teljast óvenjulegasta atvikið í sögu MMA.

Atvikið er heimsþekkt. Tyler Bryan og Shawn Parker komu öflugir til leiks í bardaga þeirra en eftir nokkrar sekúndur rotuðust báðir keppendur á nákvæmlega sama tíma!

Bardaginn var dæmdur ógildur eftir aðeins átta sekúndur þar sem hvorugur keppanda gat haldið áfram. Takið eftir viðbrögðum dómarans Shonie Carter en hann var þekktur bardagamaður á sínum tíma og gríðarlega skemmtilegur karakter.

MMA Fréttir tók saman 10 óvenjulegustu atvikin í sögu MMA og má sjá þau hér.

Vísir og MMA Fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. 

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×