Magnús Scheving afhendir TBS Latabæ Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2014 11:07 Magnús Scheving hefur ákveðið að afhenda eiganda Latabæjar, alþjóðlegu fjölmiðlasamsteypunni Turner Broadcasting System Latabæ, en hann samdi Latabæ fyrir 20 árum og hefur verið forstjóri síðan. Ekki verður lengur not fyrir myndver Latabæjar hér á landi.Latabæ verður stýrt af skrifstofu Turner í London og munu fimm fastráðnir starfsmenn hverfa á braut. Samkvæmt tilkynningu frá Latabæ mun Magnús áfram vera Turner innan handar sem ráðgjafi og sérstakur sendiherra Latabæjar næstu tvö til þrjú árin hið minnsta. „Eftir að ég fór úr búningnum þá hefur hlutverk mitt sem sendiherra fyrir heilbrigðan lífsstíl víðs vegar um heiminn aukist og eftirspurnin eftir mér sem fyrirlesara einnig og ég mun halda því áfram,“ segir Magnús Scheving í tilkynningunni. „Þá hef ég einnig hug á að snúa mér að spennandi verkefnum sem ég hef ekki komist í vegna anna síðustu 20 árin. Ég er stoltur og ánægður með að Latibær sé í höndum eins stærsta afþreyingafyrirtæki heims, Turner sem er hluti af Time Warner samsteypunni. Aðila sem hefur allt sem þarf til að láta Latabæ vaxa og dafna um ókomna framtíð. Ég er jafnframt virkilega spenntur að sjá Latabæ í Þjóðleikhúsinu og það er góð tilfinning að nýjar kynslóðir geti upplifað Latabæ á sviði alveg eins og þegar ævintýrið hófst fyrir 20 árum síðan.“ Turnar keypti fyrirtækið árið 2011 og síðan hafa tvær nýjar sjónvarpsþáttaraðir verið framleiddar. „Eftir framleiðslu á síðustu seríu var þeim merka áfanga náð að eiga yfir 100 þætti um lífið í Latabæ, en það er það magn sem þarft til að svara eftirspurn yngstu kynslóðarinnar um ókomna tíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynninguna í má lesa í heild sinni hér að neðan:Magnús tekur stærsta stökkið í sögu LatabæjarSíðustu 20 ár hefur Magnús Scheving verið höfundur og forstjóri Latabæjar en nú er komið að því að íþróttaálfurinn fyrrverandi taki stærsta stökkið í sögu bæjarins. Samningi Magnúsar er að ljúka og hefur hann ákveðið að endurnýja hann ekki og því afhenda keflið yfir til eiganda Latabæjar, alþjóðlegu fjölmiðlasamsteypunnar Turner Broadcasting System. Þeir vilja þó ekki sleppa honum alveg strax og Magnús mun því verða Turner áfram innan handar sem ráðgjafi og sérstakur sendiherra Latabæjar næstu 2-3 árin hið minnsta.Frá því að Turner keypti fyrirtækið árið 2011 hafa verið framleiddar tvær nýjar sjónvarpsþáttaraðir um Latabæ. Eftir framleiðslu á síðustu seríu var þeim merka áfanga náð að eiga yfir 100 þætti um lífið í Latabæ – en það er það magn sem þarf til að svara eftirspurn yngstu kynslóðarinnar um ókomna tíð. Ekki verða því not lengur fyrir stúdíóið góða hér á landi sem skilað hefur fyrirtækinu þessum mikla fjársjóði af sjónvarpsefni. Aðkoma Turner hefur skilað 5 milljörðum í erlendum gjaldeyri inn í íslenskt efnahagslíf og yfir 160 ársverk hafa verið sköpuð árlega þessi þrjú ár.Turner mun frumsýna nýju sjónvarpsþáttaraðirnar á sjónvarpsstöðvum sínum um allan heim í haust. Samhliða ætla þeir sér að stórauka fjárfestingu í leiksýningum og sækja af meiri krafti með Latabæ inn í netheima. Verkefnið verður leitt af skrifstofu Turner í London þar sem haldið er utan um öll alþjóðleg vörumerki samsteypunnar. Í tengslum við þessa breytingu hverfa fimm fastráðnir starfsmenn Latabæjar á braut. Í október síðastliðnum lauk tökum á seinni þáttaröðinni og hvarf þá meirihluti þeirra 160 verktaka sem störfuðu við framleiðsluna til annarra verkefna en 40 unnu við eftirvinnsluna og luku störfum í apríl síðastliðnum. Ísland verður fyrirtækinu áfram mikilvægt og stærsta verkefni ársins hér á landi verður 20 ára afmælissýning Latabæjar í Þjóðleikhúsinu en hátt í 70 manns munu starfa að uppsetningunni.Magnús Scheving: „Eftir að ég fór úr búningnum þá hefur hlutverk mitt sem sendiherra fyrir heilbrigðan lífsstíl víðs vegar um heiminn aukist og eftirspurnin eftir mér sem fyrirlesara einnig og ég mun halda því áfram. Þá hef ég einnig hug á að snúa mér að spennandi verkefnum sem ég hef ekki komist í vegna anna síðustu 20 árin. Ég er stoltur og ánægður með að Latibær sé í höndum eins stærsta afþreyingafyrirtæki heims, Turner sem er hluti af Time Warner samsteypunni. Aðila sem hefur allt sem þarf til að láta Latabæ vaxa og dafna um ókomna framtíð. Ég er jafnframt virkilega spenntur að sjá Latabæ í Þjóðleikhúsinu og það er góð tilfinning að nýjar kynslóðir geti upplifað Latabæ á sviði alveg eins og þegar ævintýrið hófst fyrir 20 árum síðan. Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Sjá meira
Magnús Scheving hefur ákveðið að afhenda eiganda Latabæjar, alþjóðlegu fjölmiðlasamsteypunni Turner Broadcasting System Latabæ, en hann samdi Latabæ fyrir 20 árum og hefur verið forstjóri síðan. Ekki verður lengur not fyrir myndver Latabæjar hér á landi.Latabæ verður stýrt af skrifstofu Turner í London og munu fimm fastráðnir starfsmenn hverfa á braut. Samkvæmt tilkynningu frá Latabæ mun Magnús áfram vera Turner innan handar sem ráðgjafi og sérstakur sendiherra Latabæjar næstu tvö til þrjú árin hið minnsta. „Eftir að ég fór úr búningnum þá hefur hlutverk mitt sem sendiherra fyrir heilbrigðan lífsstíl víðs vegar um heiminn aukist og eftirspurnin eftir mér sem fyrirlesara einnig og ég mun halda því áfram,“ segir Magnús Scheving í tilkynningunni. „Þá hef ég einnig hug á að snúa mér að spennandi verkefnum sem ég hef ekki komist í vegna anna síðustu 20 árin. Ég er stoltur og ánægður með að Latibær sé í höndum eins stærsta afþreyingafyrirtæki heims, Turner sem er hluti af Time Warner samsteypunni. Aðila sem hefur allt sem þarf til að láta Latabæ vaxa og dafna um ókomna framtíð. Ég er jafnframt virkilega spenntur að sjá Latabæ í Þjóðleikhúsinu og það er góð tilfinning að nýjar kynslóðir geti upplifað Latabæ á sviði alveg eins og þegar ævintýrið hófst fyrir 20 árum síðan.“ Turnar keypti fyrirtækið árið 2011 og síðan hafa tvær nýjar sjónvarpsþáttaraðir verið framleiddar. „Eftir framleiðslu á síðustu seríu var þeim merka áfanga náð að eiga yfir 100 þætti um lífið í Latabæ, en það er það magn sem þarft til að svara eftirspurn yngstu kynslóðarinnar um ókomna tíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynninguna í má lesa í heild sinni hér að neðan:Magnús tekur stærsta stökkið í sögu LatabæjarSíðustu 20 ár hefur Magnús Scheving verið höfundur og forstjóri Latabæjar en nú er komið að því að íþróttaálfurinn fyrrverandi taki stærsta stökkið í sögu bæjarins. Samningi Magnúsar er að ljúka og hefur hann ákveðið að endurnýja hann ekki og því afhenda keflið yfir til eiganda Latabæjar, alþjóðlegu fjölmiðlasamsteypunnar Turner Broadcasting System. Þeir vilja þó ekki sleppa honum alveg strax og Magnús mun því verða Turner áfram innan handar sem ráðgjafi og sérstakur sendiherra Latabæjar næstu 2-3 árin hið minnsta.Frá því að Turner keypti fyrirtækið árið 2011 hafa verið framleiddar tvær nýjar sjónvarpsþáttaraðir um Latabæ. Eftir framleiðslu á síðustu seríu var þeim merka áfanga náð að eiga yfir 100 þætti um lífið í Latabæ – en það er það magn sem þarf til að svara eftirspurn yngstu kynslóðarinnar um ókomna tíð. Ekki verða því not lengur fyrir stúdíóið góða hér á landi sem skilað hefur fyrirtækinu þessum mikla fjársjóði af sjónvarpsefni. Aðkoma Turner hefur skilað 5 milljörðum í erlendum gjaldeyri inn í íslenskt efnahagslíf og yfir 160 ársverk hafa verið sköpuð árlega þessi þrjú ár.Turner mun frumsýna nýju sjónvarpsþáttaraðirnar á sjónvarpsstöðvum sínum um allan heim í haust. Samhliða ætla þeir sér að stórauka fjárfestingu í leiksýningum og sækja af meiri krafti með Latabæ inn í netheima. Verkefnið verður leitt af skrifstofu Turner í London þar sem haldið er utan um öll alþjóðleg vörumerki samsteypunnar. Í tengslum við þessa breytingu hverfa fimm fastráðnir starfsmenn Latabæjar á braut. Í október síðastliðnum lauk tökum á seinni þáttaröðinni og hvarf þá meirihluti þeirra 160 verktaka sem störfuðu við framleiðsluna til annarra verkefna en 40 unnu við eftirvinnsluna og luku störfum í apríl síðastliðnum. Ísland verður fyrirtækinu áfram mikilvægt og stærsta verkefni ársins hér á landi verður 20 ára afmælissýning Latabæjar í Þjóðleikhúsinu en hátt í 70 manns munu starfa að uppsetningunni.Magnús Scheving: „Eftir að ég fór úr búningnum þá hefur hlutverk mitt sem sendiherra fyrir heilbrigðan lífsstíl víðs vegar um heiminn aukist og eftirspurnin eftir mér sem fyrirlesara einnig og ég mun halda því áfram. Þá hef ég einnig hug á að snúa mér að spennandi verkefnum sem ég hef ekki komist í vegna anna síðustu 20 árin. Ég er stoltur og ánægður með að Latibær sé í höndum eins stærsta afþreyingafyrirtæki heims, Turner sem er hluti af Time Warner samsteypunni. Aðila sem hefur allt sem þarf til að láta Latabæ vaxa og dafna um ókomna framtíð. Ég er jafnframt virkilega spenntur að sjá Latabæ í Þjóðleikhúsinu og það er góð tilfinning að nýjar kynslóðir geti upplifað Latabæ á sviði alveg eins og þegar ævintýrið hófst fyrir 20 árum síðan.
Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Sjá meira