Magnús Scheving afhendir TBS Latabæ Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2014 11:07 Magnús Scheving hefur ákveðið að afhenda eiganda Latabæjar, alþjóðlegu fjölmiðlasamsteypunni Turner Broadcasting System Latabæ, en hann samdi Latabæ fyrir 20 árum og hefur verið forstjóri síðan. Ekki verður lengur not fyrir myndver Latabæjar hér á landi.Latabæ verður stýrt af skrifstofu Turner í London og munu fimm fastráðnir starfsmenn hverfa á braut. Samkvæmt tilkynningu frá Latabæ mun Magnús áfram vera Turner innan handar sem ráðgjafi og sérstakur sendiherra Latabæjar næstu tvö til þrjú árin hið minnsta. „Eftir að ég fór úr búningnum þá hefur hlutverk mitt sem sendiherra fyrir heilbrigðan lífsstíl víðs vegar um heiminn aukist og eftirspurnin eftir mér sem fyrirlesara einnig og ég mun halda því áfram,“ segir Magnús Scheving í tilkynningunni. „Þá hef ég einnig hug á að snúa mér að spennandi verkefnum sem ég hef ekki komist í vegna anna síðustu 20 árin. Ég er stoltur og ánægður með að Latibær sé í höndum eins stærsta afþreyingafyrirtæki heims, Turner sem er hluti af Time Warner samsteypunni. Aðila sem hefur allt sem þarf til að láta Latabæ vaxa og dafna um ókomna framtíð. Ég er jafnframt virkilega spenntur að sjá Latabæ í Þjóðleikhúsinu og það er góð tilfinning að nýjar kynslóðir geti upplifað Latabæ á sviði alveg eins og þegar ævintýrið hófst fyrir 20 árum síðan.“ Turnar keypti fyrirtækið árið 2011 og síðan hafa tvær nýjar sjónvarpsþáttaraðir verið framleiddar. „Eftir framleiðslu á síðustu seríu var þeim merka áfanga náð að eiga yfir 100 þætti um lífið í Latabæ, en það er það magn sem þarft til að svara eftirspurn yngstu kynslóðarinnar um ókomna tíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynninguna í má lesa í heild sinni hér að neðan:Magnús tekur stærsta stökkið í sögu LatabæjarSíðustu 20 ár hefur Magnús Scheving verið höfundur og forstjóri Latabæjar en nú er komið að því að íþróttaálfurinn fyrrverandi taki stærsta stökkið í sögu bæjarins. Samningi Magnúsar er að ljúka og hefur hann ákveðið að endurnýja hann ekki og því afhenda keflið yfir til eiganda Latabæjar, alþjóðlegu fjölmiðlasamsteypunnar Turner Broadcasting System. Þeir vilja þó ekki sleppa honum alveg strax og Magnús mun því verða Turner áfram innan handar sem ráðgjafi og sérstakur sendiherra Latabæjar næstu 2-3 árin hið minnsta.Frá því að Turner keypti fyrirtækið árið 2011 hafa verið framleiddar tvær nýjar sjónvarpsþáttaraðir um Latabæ. Eftir framleiðslu á síðustu seríu var þeim merka áfanga náð að eiga yfir 100 þætti um lífið í Latabæ – en það er það magn sem þarf til að svara eftirspurn yngstu kynslóðarinnar um ókomna tíð. Ekki verða því not lengur fyrir stúdíóið góða hér á landi sem skilað hefur fyrirtækinu þessum mikla fjársjóði af sjónvarpsefni. Aðkoma Turner hefur skilað 5 milljörðum í erlendum gjaldeyri inn í íslenskt efnahagslíf og yfir 160 ársverk hafa verið sköpuð árlega þessi þrjú ár.Turner mun frumsýna nýju sjónvarpsþáttaraðirnar á sjónvarpsstöðvum sínum um allan heim í haust. Samhliða ætla þeir sér að stórauka fjárfestingu í leiksýningum og sækja af meiri krafti með Latabæ inn í netheima. Verkefnið verður leitt af skrifstofu Turner í London þar sem haldið er utan um öll alþjóðleg vörumerki samsteypunnar. Í tengslum við þessa breytingu hverfa fimm fastráðnir starfsmenn Latabæjar á braut. Í október síðastliðnum lauk tökum á seinni þáttaröðinni og hvarf þá meirihluti þeirra 160 verktaka sem störfuðu við framleiðsluna til annarra verkefna en 40 unnu við eftirvinnsluna og luku störfum í apríl síðastliðnum. Ísland verður fyrirtækinu áfram mikilvægt og stærsta verkefni ársins hér á landi verður 20 ára afmælissýning Latabæjar í Þjóðleikhúsinu en hátt í 70 manns munu starfa að uppsetningunni.Magnús Scheving: „Eftir að ég fór úr búningnum þá hefur hlutverk mitt sem sendiherra fyrir heilbrigðan lífsstíl víðs vegar um heiminn aukist og eftirspurnin eftir mér sem fyrirlesara einnig og ég mun halda því áfram. Þá hef ég einnig hug á að snúa mér að spennandi verkefnum sem ég hef ekki komist í vegna anna síðustu 20 árin. Ég er stoltur og ánægður með að Latibær sé í höndum eins stærsta afþreyingafyrirtæki heims, Turner sem er hluti af Time Warner samsteypunni. Aðila sem hefur allt sem þarf til að láta Latabæ vaxa og dafna um ókomna framtíð. Ég er jafnframt virkilega spenntur að sjá Latabæ í Þjóðleikhúsinu og það er góð tilfinning að nýjar kynslóðir geti upplifað Latabæ á sviði alveg eins og þegar ævintýrið hófst fyrir 20 árum síðan. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Magnús Scheving hefur ákveðið að afhenda eiganda Latabæjar, alþjóðlegu fjölmiðlasamsteypunni Turner Broadcasting System Latabæ, en hann samdi Latabæ fyrir 20 árum og hefur verið forstjóri síðan. Ekki verður lengur not fyrir myndver Latabæjar hér á landi.Latabæ verður stýrt af skrifstofu Turner í London og munu fimm fastráðnir starfsmenn hverfa á braut. Samkvæmt tilkynningu frá Latabæ mun Magnús áfram vera Turner innan handar sem ráðgjafi og sérstakur sendiherra Latabæjar næstu tvö til þrjú árin hið minnsta. „Eftir að ég fór úr búningnum þá hefur hlutverk mitt sem sendiherra fyrir heilbrigðan lífsstíl víðs vegar um heiminn aukist og eftirspurnin eftir mér sem fyrirlesara einnig og ég mun halda því áfram,“ segir Magnús Scheving í tilkynningunni. „Þá hef ég einnig hug á að snúa mér að spennandi verkefnum sem ég hef ekki komist í vegna anna síðustu 20 árin. Ég er stoltur og ánægður með að Latibær sé í höndum eins stærsta afþreyingafyrirtæki heims, Turner sem er hluti af Time Warner samsteypunni. Aðila sem hefur allt sem þarf til að láta Latabæ vaxa og dafna um ókomna framtíð. Ég er jafnframt virkilega spenntur að sjá Latabæ í Þjóðleikhúsinu og það er góð tilfinning að nýjar kynslóðir geti upplifað Latabæ á sviði alveg eins og þegar ævintýrið hófst fyrir 20 árum síðan.“ Turnar keypti fyrirtækið árið 2011 og síðan hafa tvær nýjar sjónvarpsþáttaraðir verið framleiddar. „Eftir framleiðslu á síðustu seríu var þeim merka áfanga náð að eiga yfir 100 þætti um lífið í Latabæ, en það er það magn sem þarft til að svara eftirspurn yngstu kynslóðarinnar um ókomna tíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynninguna í má lesa í heild sinni hér að neðan:Magnús tekur stærsta stökkið í sögu LatabæjarSíðustu 20 ár hefur Magnús Scheving verið höfundur og forstjóri Latabæjar en nú er komið að því að íþróttaálfurinn fyrrverandi taki stærsta stökkið í sögu bæjarins. Samningi Magnúsar er að ljúka og hefur hann ákveðið að endurnýja hann ekki og því afhenda keflið yfir til eiganda Latabæjar, alþjóðlegu fjölmiðlasamsteypunnar Turner Broadcasting System. Þeir vilja þó ekki sleppa honum alveg strax og Magnús mun því verða Turner áfram innan handar sem ráðgjafi og sérstakur sendiherra Latabæjar næstu 2-3 árin hið minnsta.Frá því að Turner keypti fyrirtækið árið 2011 hafa verið framleiddar tvær nýjar sjónvarpsþáttaraðir um Latabæ. Eftir framleiðslu á síðustu seríu var þeim merka áfanga náð að eiga yfir 100 þætti um lífið í Latabæ – en það er það magn sem þarf til að svara eftirspurn yngstu kynslóðarinnar um ókomna tíð. Ekki verða því not lengur fyrir stúdíóið góða hér á landi sem skilað hefur fyrirtækinu þessum mikla fjársjóði af sjónvarpsefni. Aðkoma Turner hefur skilað 5 milljörðum í erlendum gjaldeyri inn í íslenskt efnahagslíf og yfir 160 ársverk hafa verið sköpuð árlega þessi þrjú ár.Turner mun frumsýna nýju sjónvarpsþáttaraðirnar á sjónvarpsstöðvum sínum um allan heim í haust. Samhliða ætla þeir sér að stórauka fjárfestingu í leiksýningum og sækja af meiri krafti með Latabæ inn í netheima. Verkefnið verður leitt af skrifstofu Turner í London þar sem haldið er utan um öll alþjóðleg vörumerki samsteypunnar. Í tengslum við þessa breytingu hverfa fimm fastráðnir starfsmenn Latabæjar á braut. Í október síðastliðnum lauk tökum á seinni þáttaröðinni og hvarf þá meirihluti þeirra 160 verktaka sem störfuðu við framleiðsluna til annarra verkefna en 40 unnu við eftirvinnsluna og luku störfum í apríl síðastliðnum. Ísland verður fyrirtækinu áfram mikilvægt og stærsta verkefni ársins hér á landi verður 20 ára afmælissýning Latabæjar í Þjóðleikhúsinu en hátt í 70 manns munu starfa að uppsetningunni.Magnús Scheving: „Eftir að ég fór úr búningnum þá hefur hlutverk mitt sem sendiherra fyrir heilbrigðan lífsstíl víðs vegar um heiminn aukist og eftirspurnin eftir mér sem fyrirlesara einnig og ég mun halda því áfram. Þá hef ég einnig hug á að snúa mér að spennandi verkefnum sem ég hef ekki komist í vegna anna síðustu 20 árin. Ég er stoltur og ánægður með að Latibær sé í höndum eins stærsta afþreyingafyrirtæki heims, Turner sem er hluti af Time Warner samsteypunni. Aðila sem hefur allt sem þarf til að láta Latabæ vaxa og dafna um ókomna framtíð. Ég er jafnframt virkilega spenntur að sjá Latabæ í Þjóðleikhúsinu og það er góð tilfinning að nýjar kynslóðir geti upplifað Latabæ á sviði alveg eins og þegar ævintýrið hófst fyrir 20 árum síðan.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira