Sport

„Ein flottasta æfingaaðstaða í Evrópu“

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Nýja búrið gerir Gunnari Nelson kleift að æfa við bestu mögulegar aðstæður.
Nýja búrið gerir Gunnari Nelson kleift að æfa við bestu mögulegar aðstæður. Mjölnir/Kjartan Páll Sæmundsson
Í gær fékk Mjölnir afhent stærðarinnar keppnisbúr en búrið er jafn stórt og keppnisbúr UFC. Í samtali við Vísi segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, þetta breyta miklu fyrir félagið.

„Núna getum við æft í alvöru keppnisbúri sem gerir æfingaaðstöðuna eins góða og hægt er, hún verður ekkert betri en þetta,“ segir Jón Viðar.

„Þetta mun draga inn erlenda bardagamenn sem vilja undirbúa sig fyrir stóra bardaga. Núna í júní erum við með 11 erlenda bardagamenn sem eru allir að undirbúa sig fyrir komandi bardaga með Keppnisliði Mjölnis í flottustu æfingaaðstöðu í Evrópu. Við viljum þakka TVG-Zimsen fyrir mikla aðstoð við að koma búrinu til landsins og Gunnari Einarssyni, eiganda Scanco ehf, en hann hefur gert ómetanlega hluti fyrir okkur í öllu þessu ferli,“ segir Jón Viðar.

Mjölnir átti áður 20 feta búr en nýja búrið eru 30 fet (9 metrar) í þvermáli.

Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. 

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×