Níu fengu fálkaorðuna: „Allar viðurkenningar virka sem hvatning“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júní 2014 21:51 Níu einstaklingar voru í dag sæmdir fálkaorðunni, ein af þeim var Lilja Árnadóttir, þjóðháttafræðingur. Mynd/Gunnar Geir Vigfússon/Bjarni Jóns Níu Íslendingar voru í dag sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, í daglegu tali betur þekkt sem fálkaorðan, við athöfn á Bessastöðum. Af níu manna hópi fengu fimm karlmenn orðu og fjórar konur fyrir hin ýmsu störf í þágu samfélagsins. Vísir tók Lilju Árnadóttir, þjóðháttafræðing, tali í tilefni dagsins en hún er ein af þeim sem sæmd var fálkaorðunni í dag. „Ég hef unnið við Þjóðminjasafnið í ansi mörg ár eða alveg síðan ég hóf starfsferil minn 23 ára gömul,“ segir Lilja en hún heldur að langur starfsaldur og þolinmæði við að vinna alltaf sama starfið hafi gert hana að fálkaorðuþega í dag. „Og vinna með góðu fólki.“ „Athöfnin var virðuleg og afskaplega notaleg. Það var gaman að hitta fólkið, ég vissi ekkert hverjir væru í hópnum en svo kom í ljós að ég þekkti meirihluta þess. Þetta var fólk úr ýmsum geirum, gamall bekkjarbróðir og samstarfsfólk.“ Athöfnin fór fram á Bessastöðum eins og fyrr segir og tók rúman klukkutíma. „Mér líður þannig að mér finnst ekkert endilega ég eiga þetta skilið sjálf en svo verður maður bara pínulítið stoltur. Það hellast yfir mann hamingjuóskir og þegar ég kom heim beið mín blómvöndur og súkkulaðikaka.“ Lilja segist þakklát fyrir viðurkenninguna og þakklát samstarfsfólki í gegnum tíðina. „Nú held ég bara áfram að vinna að því sem ég hef verið að vinna og ætla að gera það ennþá betur. Allar viðurkenningar virka sem hvatning.“ Lilja fékk blómvönd í tilefni dagsins.Mynd/Bjarni JónsÞeir sem sæmdir voru orðu í dag eru eftirtaldir: 1. Dagfinnur Stefánsson flugstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir brautryðjendastörf á vettvangi flug- og samgöngumála 2. Friðjón Björn Friðjónsson fyrrverandi fjármálastjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir forystustörf á vettvangi íþrótta 3. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri, Grenivík, riddarakross fyrir störf í þáguheimabyggðar 4. Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður, Garðabæ, riddarakross fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks 5. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Egilsstöðum, riddarakross fyrir ritstörf og rannsóknir á íslenskri náttúru 6. Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til húsaverndar og sögu íslenskrar byggingarlistar 7. Lilja Árnadóttir þjóðháttafræðingur, Reykjavík, riddarakross frumkvöðlastörf að varðveislu listmuna fyrri alda 8. Sigrún Guðjónsdóttir myndlistarmaður, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar 9. Tómas Ragnar Einarsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar jasstónlistar og menningarlífs Fálkaorðan Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira
Níu Íslendingar voru í dag sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, í daglegu tali betur þekkt sem fálkaorðan, við athöfn á Bessastöðum. Af níu manna hópi fengu fimm karlmenn orðu og fjórar konur fyrir hin ýmsu störf í þágu samfélagsins. Vísir tók Lilju Árnadóttir, þjóðháttafræðing, tali í tilefni dagsins en hún er ein af þeim sem sæmd var fálkaorðunni í dag. „Ég hef unnið við Þjóðminjasafnið í ansi mörg ár eða alveg síðan ég hóf starfsferil minn 23 ára gömul,“ segir Lilja en hún heldur að langur starfsaldur og þolinmæði við að vinna alltaf sama starfið hafi gert hana að fálkaorðuþega í dag. „Og vinna með góðu fólki.“ „Athöfnin var virðuleg og afskaplega notaleg. Það var gaman að hitta fólkið, ég vissi ekkert hverjir væru í hópnum en svo kom í ljós að ég þekkti meirihluta þess. Þetta var fólk úr ýmsum geirum, gamall bekkjarbróðir og samstarfsfólk.“ Athöfnin fór fram á Bessastöðum eins og fyrr segir og tók rúman klukkutíma. „Mér líður þannig að mér finnst ekkert endilega ég eiga þetta skilið sjálf en svo verður maður bara pínulítið stoltur. Það hellast yfir mann hamingjuóskir og þegar ég kom heim beið mín blómvöndur og súkkulaðikaka.“ Lilja segist þakklát fyrir viðurkenninguna og þakklát samstarfsfólki í gegnum tíðina. „Nú held ég bara áfram að vinna að því sem ég hef verið að vinna og ætla að gera það ennþá betur. Allar viðurkenningar virka sem hvatning.“ Lilja fékk blómvönd í tilefni dagsins.Mynd/Bjarni JónsÞeir sem sæmdir voru orðu í dag eru eftirtaldir: 1. Dagfinnur Stefánsson flugstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir brautryðjendastörf á vettvangi flug- og samgöngumála 2. Friðjón Björn Friðjónsson fyrrverandi fjármálastjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir forystustörf á vettvangi íþrótta 3. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri, Grenivík, riddarakross fyrir störf í þáguheimabyggðar 4. Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður, Garðabæ, riddarakross fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks 5. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Egilsstöðum, riddarakross fyrir ritstörf og rannsóknir á íslenskri náttúru 6. Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til húsaverndar og sögu íslenskrar byggingarlistar 7. Lilja Árnadóttir þjóðháttafræðingur, Reykjavík, riddarakross frumkvöðlastörf að varðveislu listmuna fyrri alda 8. Sigrún Guðjónsdóttir myndlistarmaður, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar 9. Tómas Ragnar Einarsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar jasstónlistar og menningarlífs
Fálkaorðan Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira