Fótbolti

Tveir Íslendingar í liði Serba

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stjörnukonurnar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Danka Podovac.
Stjörnukonurnar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Danka Podovac. Vísir/Daníel
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu verður í þeirri óvenjulegu aðstöðu í kvöld að leika gegn tveimur leikmönnum sem eru með íslenskan ríkisborgararétt.

Ísland mætir Serbíu í undankeppni HM 2015 í kvöld en í landsliðshópi Serba eru þær Vesna Elísa Smiljkovic og Danka Podovac sem báðar fengu íslenskan ríkisborgararétt fyrr á árinu.

Vesna Elísa leikur með ÍBV en var áður á mála hjá Þór/KA og Keflavík. Hún kom fyrst til síðastnefnda liðsins árið 2005. Danka kom ári síðar, einnig til Keflavíkur, en hefur einnig leikið með Fylki, Þór/KA, ÍBV og Stjörnunni þar sem hún er nú.

Báðar eiga á annað hundrað leiki í Pepsi-deild kvenna en Danka hefur skorað alls 90 mörk í deild og bikar hér á landi en Vesna Elísa 69. Þrátt fyrir að þær séu nú með tvöfalt ríkisfang héldu báðar áfram að gefa kost á sér í serbneska landsliðið.

Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 17.00 í dag og verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×