Helgi glímir við hjartsláttartruflanir | Gæti hætt þjálfun hjá Keflavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2014 14:41 Helgi Jónas Guðfinnsson. vísir/stefán „Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. Helgi Jónas fann fyrir hjartsláttartruflunum í hálfleik og taldi réttast að fara upp á spítala strax. Hann mun ekki stýra Keflvíkingum gegn Tindastóli á fimmtudag vegna veikindanna. „Ég hef verið að glíma við hjartsláttartruflanir síðan ég var unglingur en aldrei lent í neinu alvarlegu. Aftur á móti er ég gekk út eftir hálfleikinn í leiknum við ÍR þá finn ég að hjartað byrjar að sleppa úr slagi. Það hélt svo áfram í um 20 mínútur sem er óvanalegt. Því leist mér ekkert á blikuna." Helgi þekkir ágætlega til slíkra veikinda enda hefur faðir hans verið að glíma við hið sama. „Þegar hann var á svipuðum aldri og ég þá fékk hann líklega hjartaáfall og endaði inn á spítala. Þetta hefur haft talsverð áhrif á mig og ég hef eiginlega verið hálfur maður síðan á fimmtudag," segir Helgi en hann missti einnig af leik Njarðvíkur og Keflavíkur en hann þá var einfaldlega veikur. „Ég hef kannski farið of snemma af stað eftir veikindin. Maður veit ekki en ýmislegt hefur áhrif. Er ég fór niður á sjúkrahús á fimmtudag þá var hjartslátturinn orðinn eðlilegur áður en ég komst í rannsóknir."Helgi Jónas er hann þjálfaði Grindavík.vísir/hagHelgi Jónas viðurkennir fúslega að þetta hafi ekki verið góð lífsreynsla og eðlilega varð hann hræddur. „Það er hægt að harka ýmislegt af sér en þetta er kannski eini vöðvinn í líkamanum sem þarf að hlusta almennilega á. Ég var orðinn dasaður þarna á fimmtudag og hef verið síðan þá. Ég hefði líklega getað sofið alveg síðan á fimmtudag. Ég hef misst mikinn mátt og í raun bara verið hálfur maður." Á morgun mun Helgi Jónas hitta sérfræðing og eftir það mun hann vita meira um stöðuna á sér. Álag og streita hefur sitt að segja er menn glíma við hjartavandamál. Þjálfarar þekkja það vel að mikið álag og streita fylgja starfinu. „Það var búið að vera mikið að gera hjá mér áður en ég veiktist. Ég var búinn að vinna út í eitt og þetta var uppsafnað álag. Ég mun taka ákvörðun um framhaldið hjá mér eftir að hafa talað við lækninn. Ég tek engar áhættur á meðan. Ef það kemur mikið neikvætt úr þessu er það alveg möguleiki að ég verði að hætta að þjálfa. „Það fylgir þessu starfi streita sem ég vissi af. Þess utan vinn ég mikið. Ég fæ vonandi svör sem fyrst og ekki síst fyrir mig persónulega. Það er ekki gott að hafa svona hangandi yfir sér. Maður verður smeykur er maður finnur fyrir svona." Dominos-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Fleiri fréttir Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Sjá meira
„Maður verður smeykur þegar maður finnur fyrir svona. Mér var brugðið og leist eiginlega ekkert á blikuna," segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflavíkur, en hann varð að yfirgefa íþróttahúsið er hann stýrði liði sínu gegn ÍR á fimmtudag. Helgi Jónas fann fyrir hjartsláttartruflunum í hálfleik og taldi réttast að fara upp á spítala strax. Hann mun ekki stýra Keflvíkingum gegn Tindastóli á fimmtudag vegna veikindanna. „Ég hef verið að glíma við hjartsláttartruflanir síðan ég var unglingur en aldrei lent í neinu alvarlegu. Aftur á móti er ég gekk út eftir hálfleikinn í leiknum við ÍR þá finn ég að hjartað byrjar að sleppa úr slagi. Það hélt svo áfram í um 20 mínútur sem er óvanalegt. Því leist mér ekkert á blikuna." Helgi þekkir ágætlega til slíkra veikinda enda hefur faðir hans verið að glíma við hið sama. „Þegar hann var á svipuðum aldri og ég þá fékk hann líklega hjartaáfall og endaði inn á spítala. Þetta hefur haft talsverð áhrif á mig og ég hef eiginlega verið hálfur maður síðan á fimmtudag," segir Helgi en hann missti einnig af leik Njarðvíkur og Keflavíkur en hann þá var einfaldlega veikur. „Ég hef kannski farið of snemma af stað eftir veikindin. Maður veit ekki en ýmislegt hefur áhrif. Er ég fór niður á sjúkrahús á fimmtudag þá var hjartslátturinn orðinn eðlilegur áður en ég komst í rannsóknir."Helgi Jónas er hann þjálfaði Grindavík.vísir/hagHelgi Jónas viðurkennir fúslega að þetta hafi ekki verið góð lífsreynsla og eðlilega varð hann hræddur. „Það er hægt að harka ýmislegt af sér en þetta er kannski eini vöðvinn í líkamanum sem þarf að hlusta almennilega á. Ég var orðinn dasaður þarna á fimmtudag og hef verið síðan þá. Ég hefði líklega getað sofið alveg síðan á fimmtudag. Ég hef misst mikinn mátt og í raun bara verið hálfur maður." Á morgun mun Helgi Jónas hitta sérfræðing og eftir það mun hann vita meira um stöðuna á sér. Álag og streita hefur sitt að segja er menn glíma við hjartavandamál. Þjálfarar þekkja það vel að mikið álag og streita fylgja starfinu. „Það var búið að vera mikið að gera hjá mér áður en ég veiktist. Ég var búinn að vinna út í eitt og þetta var uppsafnað álag. Ég mun taka ákvörðun um framhaldið hjá mér eftir að hafa talað við lækninn. Ég tek engar áhættur á meðan. Ef það kemur mikið neikvætt úr þessu er það alveg möguleiki að ég verði að hætta að þjálfa. „Það fylgir þessu starfi streita sem ég vissi af. Þess utan vinn ég mikið. Ég fæ vonandi svör sem fyrst og ekki síst fyrir mig persónulega. Það er ekki gott að hafa svona hangandi yfir sér. Maður verður smeykur er maður finnur fyrir svona."
Dominos-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Fleiri fréttir Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Sjá meira