"Mér þykir mjög gaman að taka þátt í þessu. Maður er svo einangraður á Íslandi“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. september 2014 11:30 Aðalbjörg er að vonum ánægð með viðurkenninguna. vísir/valli „Ég fékk tölvupóst í sumar þar sem mér var boðið að vera með í American Art Awards-samkeppninni og það var mikill heiður,“ segir listakonan Aðalbjörg Þórðardóttir en verk hennar lenti í öðru sæti í virtri málverkasamkeppni á vegum American Art Awards. Verkið hennar ber titilinn Trú eða Faith og var í öðru sæti í flokknum Fantasy landscape. „Verkið er olía á striga, 150x100 cm. Í ár voru innsendingar frá um fimmtíu löndum og 25 bestu galleríin í Bandaríkjunum dæma þær. Flokkarnir í samkeppninni eru fimmtíu og svo eru sex verk valin í hverjum flokki,“ segir Aðalbjörg um fyrirkomulagið. Umrædd samkeppni hefur verið haldin á hverju ári síðan 2008. Hún er þó ekki viss af hverju henni hlotnaðist sá heiður að taka þátt í keppninni. „Ég vissi ekki neitt en fékk bara bréf um þetta. Ég hef í raun ekki hugmynd af hverju þeir buðu mér en þeir hafa líklega séð þetta á vefsíðunni minni.” Aðalbjörg er með heimasíðu sem hefur verið í umferð og hefur hún fengið viðbrögð víðsvegar að úr heiminum við verkum sínum. „Mér þykir mjög gaman að taka þátt í þessu. Maður er svo einangraður á Íslandi, þetta er gluggi út í veröldina og það á eftir að koma í ljós hvað þetta hefur í för með sér,“ bætir Aðalbjörg við.Málverkið sem lenti í öðru sæti.Hún starfar sem grafískur hönnuður og hefur til að mynda hannað ýmis merki sem fólk kannast eflaust við, líkt og merki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og merki Íslenskrar erfðagreiningar. Samhliða hönnuninni hefur hún verið iðin við að mála og hélt sína fyrstu einkasýningu árið 2007 og hefur haldið nokkrar síðan. Undanfarin ár hefur hún mest verið að mála svani. „Ég heillaðist af þeim vegna margslunginnar táknrænu þeirra, þeir skipa sérstakan sess í þjóðtrú og menningu allra þjóða sem á annað borð þekkja til þeirra og goðsagnir og ævintýri spunnist í kringum þá. Þeir eru svo fagrir og tignarlegir, að þeir fá fólk til að velta upp spurningum um tilvist sína, lífið, dauðann og guðdómleikann. En upp á síðkastið hef ég verið að færa mig frá svönum og fóta mig í annars konar myndefni, en er þó alltaf að fást við birtuna og reyni gjarnan að tjá eitthvað sem er aðeins ofan og utan við áþreifanlega veröld okkar. Myndin í öðru sæti er dæmi um það,“ útskýrir Aðalbjörg. Enn hefur ekki verið tilkynntur lokasigurvegari í heildarkeppninni þannig að Aðalbjörg gæti náð sér í sigur í heildarkeppninni. Menning Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég fékk tölvupóst í sumar þar sem mér var boðið að vera með í American Art Awards-samkeppninni og það var mikill heiður,“ segir listakonan Aðalbjörg Þórðardóttir en verk hennar lenti í öðru sæti í virtri málverkasamkeppni á vegum American Art Awards. Verkið hennar ber titilinn Trú eða Faith og var í öðru sæti í flokknum Fantasy landscape. „Verkið er olía á striga, 150x100 cm. Í ár voru innsendingar frá um fimmtíu löndum og 25 bestu galleríin í Bandaríkjunum dæma þær. Flokkarnir í samkeppninni eru fimmtíu og svo eru sex verk valin í hverjum flokki,“ segir Aðalbjörg um fyrirkomulagið. Umrædd samkeppni hefur verið haldin á hverju ári síðan 2008. Hún er þó ekki viss af hverju henni hlotnaðist sá heiður að taka þátt í keppninni. „Ég vissi ekki neitt en fékk bara bréf um þetta. Ég hef í raun ekki hugmynd af hverju þeir buðu mér en þeir hafa líklega séð þetta á vefsíðunni minni.” Aðalbjörg er með heimasíðu sem hefur verið í umferð og hefur hún fengið viðbrögð víðsvegar að úr heiminum við verkum sínum. „Mér þykir mjög gaman að taka þátt í þessu. Maður er svo einangraður á Íslandi, þetta er gluggi út í veröldina og það á eftir að koma í ljós hvað þetta hefur í för með sér,“ bætir Aðalbjörg við.Málverkið sem lenti í öðru sæti.Hún starfar sem grafískur hönnuður og hefur til að mynda hannað ýmis merki sem fólk kannast eflaust við, líkt og merki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og merki Íslenskrar erfðagreiningar. Samhliða hönnuninni hefur hún verið iðin við að mála og hélt sína fyrstu einkasýningu árið 2007 og hefur haldið nokkrar síðan. Undanfarin ár hefur hún mest verið að mála svani. „Ég heillaðist af þeim vegna margslunginnar táknrænu þeirra, þeir skipa sérstakan sess í þjóðtrú og menningu allra þjóða sem á annað borð þekkja til þeirra og goðsagnir og ævintýri spunnist í kringum þá. Þeir eru svo fagrir og tignarlegir, að þeir fá fólk til að velta upp spurningum um tilvist sína, lífið, dauðann og guðdómleikann. En upp á síðkastið hef ég verið að færa mig frá svönum og fóta mig í annars konar myndefni, en er þó alltaf að fást við birtuna og reyni gjarnan að tjá eitthvað sem er aðeins ofan og utan við áþreifanlega veröld okkar. Myndin í öðru sæti er dæmi um það,“ útskýrir Aðalbjörg. Enn hefur ekki verið tilkynntur lokasigurvegari í heildarkeppninni þannig að Aðalbjörg gæti náð sér í sigur í heildarkeppninni.
Menning Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira