Byggir söguþráðinn á líkfundarmálinu Haraldur Guðmundsson skrifar 20. október 2014 07:00 Kafari fann lík Vaidas Jucevicius aðeins þremur dögum eftir að honum hafði verið kastað í sjóinn af netagerðarbryggjunni í Neskaupstað. Kvikmynd með söguþráð sem byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað hefur fengið vilyrði fyrir 80 milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. Myndin heitir Undir halastjörnu og verður tekin upp veturinn 2016. „Hugmyndin að handritinu kviknaði þegar ég fylgdist með þessu máli á sínum tíma og við eltum söguna upp að vissu marki. Mér finnst ótrúlegt að það sé enginn löngu búinn að gera þetta því þessi saga er auðvitað eins og hún er,“ segir Ari Alexander Ergis Magnússon, leikstjóri og handritshöfundur Undir halastjörnu. Ari segir myndina fjalla um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Hann líkir sambandi þeirra við biblíusöguna af Kain og Abel. „Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Íslandi,“ segir Ari. Hann var staddur í New York að vinna að fjármögnun myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður er einn af framleiðendum myndarinnar en yfirumsjón framleiðslunnar er í höndum Leifs B. Dagfinnssonar og Kristins Þórðarsonar, framleiðenda hjá Truenorth. „Myndin gerist í febrúar og við stefnum að því að byrja tökur veturinn 2016. Næstu vikur fara í að finna leikara og vinna í restinni af fjármögnuninni en við erum meðal annars í viðræðum við aðila í Litháen, Þýskalandi og Rússlandi,“ segir Kristinn og heldur áfram: „Handritið er mjög gott og er tilbúið og það er grunnurinn að þessu öllu. Nú þegar vilyrðið er komið getum við farið af stað fyrir alvöru að leita að fjármagni fyrir restinni.“ Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans. „Þetta er tíu ára gamalt mál og ég byrjaði að skrifa þetta handrit þegar þetta gerðist árið 2004. Það er ótrúlegt að þetta sé loksins að verða að veruleika,“ segir Ari. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Kvikmynd með söguþráð sem byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað hefur fengið vilyrði fyrir 80 milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. Myndin heitir Undir halastjörnu og verður tekin upp veturinn 2016. „Hugmyndin að handritinu kviknaði þegar ég fylgdist með þessu máli á sínum tíma og við eltum söguna upp að vissu marki. Mér finnst ótrúlegt að það sé enginn löngu búinn að gera þetta því þessi saga er auðvitað eins og hún er,“ segir Ari Alexander Ergis Magnússon, leikstjóri og handritshöfundur Undir halastjörnu. Ari segir myndina fjalla um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Hann líkir sambandi þeirra við biblíusöguna af Kain og Abel. „Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Íslandi,“ segir Ari. Hann var staddur í New York að vinna að fjármögnun myndarinnar þegar blaðamaður náði tali af honum. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður er einn af framleiðendum myndarinnar en yfirumsjón framleiðslunnar er í höndum Leifs B. Dagfinnssonar og Kristins Þórðarsonar, framleiðenda hjá Truenorth. „Myndin gerist í febrúar og við stefnum að því að byrja tökur veturinn 2016. Næstu vikur fara í að finna leikara og vinna í restinni af fjármögnuninni en við erum meðal annars í viðræðum við aðila í Litháen, Þýskalandi og Rússlandi,“ segir Kristinn og heldur áfram: „Handritið er mjög gott og er tilbúið og það er grunnurinn að þessu öllu. Nú þegar vilyrðið er komið getum við farið af stað fyrir alvöru að leita að fjármagni fyrir restinni.“ Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans. „Þetta er tíu ára gamalt mál og ég byrjaði að skrifa þetta handrit þegar þetta gerðist árið 2004. Það er ótrúlegt að þetta sé loksins að verða að veruleika,“ segir Ari.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira