Innlent

Fallhlífastökkvarar lifðu af flugslys

Visir/AFP
Þrettán manns sem allir voru um borð í flugvél sem fórst á Nýja Sjálandi í morgun komust lífs af þrátt fyrir að vélin hafi ofrisið og hrapað í stöðuvatn. Það sem varð fólkinu til lífs var að um var að ræða hóp af fallhlífarstökkvurum sem voru á leið í stökk og náðu þau öll að stökkva út úr vélinni með fallhlífar sínar örskömmu áður en hún skall á vatnsfletinum.

Um sex stökkvara var að ræða og sex starfsmenn fallhlífarstökksfyrirtækis auk flugmanns og allir sluppu án teljandi meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×