Innlent

Læknar samþykktu nýjan kjarasamning

MYND/Ernir
Læknar hafa samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið með ríflega 90% atkvæða. Nýr kjarasamingur var undirritaður á milli Læknafélags Íslands og ríkisins þann 7. janúar og lauk atvkæðagreiðslu um samninginn á miðnætti.

Alls tóku 734 læknar þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu 669 eða 91,1%.

Þar sem búið er að samþykkja kjarasamninginn hefur hann nú verið birtur á heimasíðu Læknafélags Íslands. Hann má einnig sjá í viðhengi hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×