Erlent

Mynd af leiðtoga Pegida sem Hitler vekur athygli

Atli Ísleifsson skrifar
Myndin af Lutz Bachmann eins og hún birtist á Facebook-síðu hans.
Myndin af Lutz Bachmann eins og hún birtist á Facebook-síðu hans. Mynd/Skjáskot
Ljósmynd af Lutz Bachmann, leiðtoga Pegida-hreyfingarinnar í Þýskalandi, í gervi Adolf Hitler hefur vakið mikla athygli á netinu og vakið spurningar um tengsl hreyfingarinnar við hægri öfgaflokka.

Hreyfingin Pegida er á móti „íslamsvæðingu heimsins“ og hefur athygli hópsins fyrst og fremst beinst gegn innflytjendastefnu stjórnvalda í Þýskalandi. Hópurinn er uppruninn í Þýskalandi og eru leiðtogar hans staðsettir í borginni Dresden og er Bachmann í þeim hópi.

Í frétt Guardian segir að myndin sé tekin á rakarastofu þar sem svörtu hári Bachmann er greitt frá hægri til vinstri og skartar hann yfirvaraskeggi sem svipar mjög til þess sem Hitler var með. Myndin birtist á Facebook-síðu Bachmann með textanum „hann er kominn aftur“.

Sjá einnig: Hvað er Pegida?

Þýsk yfirvöld telja nú Bachmann vera skotmark íslamskra öfgahópa. Hann hefur nokkrum sinnum hlotið dóma, meðal annars fyrir þjófnað, líkamsárás og vörslu fíkniefna.

Síðan í október á síðasta ári hefur hópurinn staðið fyrir vikulegum mótmælum gegn, því sem hann kallar, íslamsvæðingu hins vestræna heims.


Tengdar fréttir

Hvað er PEGIDA?

Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×